Engar plastagnir í vörum frá Nivea

Engar plastagnir er lengur að finna í vörum Nivea.
Engar plastagnir er lengur að finna í vörum Nivea.

Undanfarin ár hafa litlar plastagnir sem leynast í ýmsum snyrti- og hreinlætisvörum verið í umræðunni þar sem þær hafa afar skaðleg áhrif á umhverfið þegar þær skolast út í hafið. Ákveðin vitundarvakning er að eiga sér stað og var meðal annars vakin athygli á þessu vandamáli í kvöldfréttum Stöðvar Tvö nýverið. Eftir þá umfjöllun fundu talsmenn Beiersdorf á Íslandi sig þó knúna til að senda frá sér fréttatilkynningu þar sem vörur frá m.a. Nivea (sem tilheyrir Beidersdorf) voru oft í mynd á meðan á umfjölluninni stóð.

Í fréttatilkynningunni sagði: „Það eru engin plastefni í vörum frá Beiersdorf og þetta á því ekki lengur við vörur frá Beiersdorf þrátt fyrir að helstu vörumerkin okkar, NIVEA og EUCERIN hafi verið nokkuð oft í mynd í fréttinni. Í raun þá hafa langflestir ef ekki hreinlega allir stærstu snyrtivöru-framleiðendur heimsins hætt að nota plastagnir í sínar vörur og nota nú umhverfisvænni lausnir í stað þeirra. Þetta er hins vegar mjög þarft umhverfismálefni sem þarf að huga að og geta áhugasamir komist að því hvað veldur mestri losun plastagna í hafið með stuttlegri leit á netinu.“

„Árið 2014 var ákveðið að hætta notkun plastagna og frá árslokum 2015 eru engar vörur frá Beiersdorf með plastögnum,“ segir Ólafur Gylfason, framkvæmdarstjóri Beidersdorf á Íslandi, í viðtali við Smartland Mörtu Maríu. Hann kveðst ekki vera klár á því hvort fólk sé almennt meðvitað um að snyrtivörur sem það notar sé með plastögnum eða ekki. „En þetta fer samt sem betur fer örugglega batnandi með vönduðum umfjöllunum. En fjölmiðlar virðast annars ekki vera meðvituð um hvaða vöruflokkur inniheldur langmest af plastögnum. Það er s.s. villandi umfjöllun að tengja snyrtivöruframleiðendur við plastagnir þar sem langflestir þeirra eru hættir notkun þeirra,“ segir Ólafur og bendir á vefsíðuna BeatTheMicrobead.org, en þar er að finna lista yfir þau fyrirtæki sem hafa gefið loforð um að hætta allri notkun plastagna fyrir árið 2017.

Umhverfisvæn efni í stað plastagna

En hvaða umhverfisvænu efni eru notuð í stað plastagna? „Okkur hefur tekist að skipta út öllum pólýetýlen skrúbbögnunum sem hafa verið uppspretta að mikilli umræðu um umhverfisvænt val," segir Horst Argembeaux hjá rannsóknum og þróun hjá Beiersdorf. „Háð stærð og lit á PE perlunum, þá koma aðallega í staðinn agnir úr míkró-sellulósa, blanda af míkró-sellulósa og kísilögnum nú eða hert laxerolía. Sellulósi er líffræðilega niðurbrjótanlegt lífrænt efni, eins og það er og finnst m.a. í trefjum plantna. Kísill er svipaður í efnasamsetningu og kvarssandur. Hert laxerolía er náttúrulegt, niðurbrjótanlegt hráefni sem hefur harða, vaxkennda áferð.“

Plastagnir geta leynst í ýmsum snyrti- og hreinlætisvörum.
Plastagnir geta leynst í ýmsum snyrti- og hreinlætisvörum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál