10 hlutir sem standa í vegi fyrir áramótaheitunum

Nú rennur tími áramótaheitanna senn í garð.
Nú rennur tími áramótaheitanna senn í garð. Ljósmynd / Getty Images

Margir þekkja það að strengja áramótaheit, til þess eins að gleyma því áður en nokkrar vikur eru liðnar af nýja árinu.

Vefurinn SELF hefur tekið saman nokkur mistök sem eiga það til að standa í vegi fyrir því að áramótaheitin séu haldin í heiðri.

Það er of stórt
Þú hugsar þér kannski að þú ætlir að eyða minni pening, stunda meiri líkamsrækt og fá stöðuhækkun í vinnunni. Þetta eru allt frábærar hugmyndir, en engu að síður er það svo að of flókin og viðamikil áramótaheit eru dæmd til að mistakast.

Áramótaheitið er of óljóst
Best er ef áramótaheitin eru skýr. Þú ákveður kannski að spara peninga, en gleymir að tiltaka hvernig og hversu mikið. Ef áramótaheitið er ekki skýrt getur það auðveldlega farið út um þúfur.

Þú skjalfestir ekki heitin
Fólk sem skrifar niður markmið sín er mun líklegra til að vinna að þeim. Gott getur verið að hengja þau þar sem þú sérð þau, svo sem á ísskápinn, á spegilinn inni á baði eða einfaldlega í dagbók.

Ekki þegja yfir áramótaheitinu
Við erum líklegri til að standa við áramótaheitin ef við deilum þeim með vinum og vandamönnum. Þótt það sé gott að skrifa markmiðin niður er enn betra að deila þeim með öðrum.

Gott er að skrifa heitin niður.
Gott er að skrifa heitin niður. Ljósmynd / Getty Images

Áramótaheitið veitir þér ekki innblástur
Í fyrstu er áramótaheitið nýtt og spennandi, en eftir nokkrar vikur á glansinn til að fara af því. Þá er gott að nýta sér skipulagshæfileikana. Til að mynda getur verið gott að hengja heitið við annað verkefni. Ef þú hefur til dæmis einsett þér að hugleiða oftar getur verið gott að taka frá tíma á hverju kvöldi eftir að hafa burstað tennurnar.

Ekki hundsa litlu sigrana
Ef þú einblínir aðeins á lokatakmarkið getur verið auðvelt að missa móðinn eftir nokkrar vikur. Þess vegna er mikilvægt að taka eftir og verðlauna sig fyrir litlu sigrana.

Þú refsar þér fyrir mistök
Í kringum 75% þeirra sem strengja áramótaheit hafa gefist upp á innan við tveimur mánuðum. Það er því ekkert nýtt að fólki bregðist bogalistin. Viðbrögðin eru þó það sem skiptir máli. Í stað þess að eyða nokkrum dögum í samviskubit og vesen er betra að taka aftur upp þráðinn og halda áfram þar sem frá var horfið.

Þú reiðir þig á aðra
Það er snjallt að biðja um stuðning frá öðrum. En til þess að ná árangri þarf maður einnig að læra að vera sín eigin klappstýra.

Þú trúir ekki á þig
Ef þú veist að þú getur tileinkað þér þá breytingu sem þú sækist eftir skaltu trúa því af öllu hjarta. Ef þú trúir ekki að þú getir látið verða af heitinu er kannski réttast að skoða það nánar og endurforma það, þar til þú ert viss um að geta staðið við það.

Best er ef áramótaheitin eru skýr, en þá er líklegra …
Best er ef áramótaheitin eru skýr, en þá er líklegra að staðið sé við þau. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál