Svona heldur Meghan Markle sér í formi

Meghan Markle hugsar vel um sig.
Meghan Markle hugsar vel um sig. Skjáskot Women's Health

Frægðarsól Meghan Markle hefur risið hratt undanfarið, sér í lagi eftir að út spurðist að hún ætti í ástarsambandi við Harry Bretaprins.

Markle hugsar vel um sig enda þykir henni mikilvægt að vera í góðu formi, bæði líkamlega sem andlega.

„Heilsa mín, hugarástand, tilfinningin sem maður fær eftir að maður hreyfir sig, allir þessir hlutir hvetja mig til þess að stíga á jógamottuna, eða fara í ræktina. Stundum er tilhugsunin að fara í ræktina algerlega hræðileg, en ég minni mig á hversu vel mér mun líða eftir æfinguna. Alsæl næstum,“ sagði Markle í viðtali við Women‘s Health.

Móðir Markle var jógakennari og kann hún því sérlega að meta jóga. Þá segir leikkonan að hennar hugleiðsla felist í því að fara út að hlaupa.

„Hlaup hefur alltaf verið mín hreyfihugleiðsla. Ég hef miklar mætur á því að hlaupa, enda fæ ég þá hvíld frá huganum á meðan.“

Markle segir að það sé líka nauðsynlegt að slappa af og njóta sín, enda sé galið að strita sér út í tíma og ótíma.

„Ég leyfi mér að eiga gæðastund með sjálfri mér. Við erum öll svo ótrúlega upptekin og með svo marga bolta á lofti. Ég tek því alltaf klukkutíma í að slaka á, horfa á heilalaust sjónvarpsefni, knúsa hundana mína. Það er partur af prógramminu. Þetta snýst um jafnvægi.“

Markle veit að það er mikilvægt að slaka á.
Markle veit að það er mikilvægt að slaka á. Skjáskot / Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál