Allt of mikið feimnismál að ræða hægðir

Inga Kristjánsdóttir, næringarþerapisti og vörustjóri hjá Lyfju.
Inga Kristjánsdóttir, næringarþerapisti og vörustjóri hjá Lyfju. mbl.is/Styrmir Kári

„Í dag eru flestir farnir að átta sig á mikilvægi heilbrigðrar þarmaflóru fyrir almenna heilsu og heilbrigði. Rannsóknir benda til þess að þarmaflóran geti haft áhrif á ótrúlegustu þætti varðandi heilsuna, bæði líkamlega og andlega,“ segir Inga Kristjánsdóttir, næringarþerapisti og vörustjóri hjá Lyfju.

Inga segir að öflug og skilvirk melting sé mjög mikilvæg og það að hafa góðar hægðir skipti miklu máli. 

„Hins vegar hefur það oft þótt feimnismál að ræða þessa hluti og ég hef oft lent í því að fólk fer hálfpartinn hjá sér þegar kemur að því að ræða þessi mál. Við Íslendingar erum að ég held nokkuð lokuð varðandi þetta á meðan aðrar Evrópuþjóðir eru mun opnari og ræða opinskátt um síðustu klósettferð. Ég held þó að þetta sé að breytast með aukinni vitneskju um mikilvægi þessa,“ segir Inga.

Hún segir að það sé fáránlegt að hægðir séu svona mikið feimnismál. 

„Þetta er heldur ekkert flókið, það hafa allir hægðir og það má ýmislegt lesa út úr því hvernig þær líta út í postulíninu. Okkur hjá Heilsuhúsinu langaði aðeins að varpa kastljósinu á þetta og ákváðum því að skella okkur í sérhannaða boli núna eftir jólin, til að vekja athygli á málefninu og opna á frekara samtal við viðskiptavini okkar. Á bolnum er mjög lýsandi mynd af mismunandi útliti hægða og mörgum finnst þetta dálítið fyndið en aðrir eru kannski örlítið sjokkeraðir. En það er allt í lagi, oft þarf aðeins að ýta við fólki til að ná athygli á þarfa hluti sem snerta okkur sem manneskjur,“ segir Inga. 

Í kvöld er opinn fyrirlestur í World Class í Laugum kl. 20. Hrönn Hjálmarsdóttir heilsumarkþjálfi mun fara yfir hvernig fólk getur hlúð að meltingunni og þarmaflórunni. 

Ertu í djúpum skít?
Ertu í djúpum skít? mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál