Þetta gerist ef þú skiptir ekki um tannbursta

Bambustannburstar eru sniðugir, en þeir brotna niður í náttúrunni. Vel …
Bambustannburstar eru sniðugir, en þeir brotna niður í náttúrunni. Vel er hægt að skella sumum þeirra í safnhaug, eða moltutunnu. Ljósmynd / Getty Images

Á meðaltannbursta má finna 10 þúsund bakteríur og á sjö af hverjum 10 tannburstum má finna bakteríur sem geta valdið sjúkdómum eða sýkingum af ýmsu tagi.

Mælt er með því að skipta um tannbursta á þriggja til fjögurra mánaða fresti, en á vef Cosmopolitan er að finna nokkrar ástæður sem ættu að sannfæra fólk um að endurnýja tannburstann reglulega.

Fyrir tannholdið
Hárin á burstanum skemmast með tímanum. Ef hárin á burstanum eru farin að trosna verulega getur verið að þú burstir of fast og getir verið að vinna skemmdir á tannholdinu.

Ekki fá flensu
Flensuveira getur lifað í allt að 72 klukkustundum á rökum flötum, sem þýðir þó ekki að þú þurfir að skipta burstanum út í hvert sinn sem þú færð svolítið nefrennsli. Ef þú þjáist af einhvers konar sjálfsónæmissjúkdómi, eða ert barnshafandi, getur verið gott að skipta um bursta eftir veikindi.

Hvað leynist á burstanum?
Tannbursti geymir bakteríur sem finnast í munninum á þér, sem og bakteríur sem er að finna á þeim stað sem þú geymir tannburstann á. Sem er venjulega nálægt klósettinu. Þegar þú sturtar niður geta litlir vatnsdropar farið á stjá og borist í burstann þinn. Rannsóknir hafa sýnt að 60% tannbursta sem geymdir eru á sameiginlegu baðherbergi hafa að geyma örlitlar sauragnir. Ef þú deilir heimili með einhverjum eru þær jafnvel ekki þínar eigin.

Hugaðu að geymslunni
Þú ættir að geyma tannburstann uppréttan, láta lofta vel um hann og að sjálfsögðu hafa hann eins langt frá klósettinu og mögulegt er. Ekki er mælt með að  setja lok á tannburstann, því bakteríur lifa góðu lífi í röku umhverfi. Eftir að tennur eru burstaðar er gott að skola tannburstann, og leyfa honum að þorna. Ef þú deilir tannburstaglasi með maka eða börnum er gott að sjá til þess að burstarnir snertist ekki, til að koma í veg fyrir smit.

Andremma gæti gert vart við sig
Ef þú burstar tennurnar með skítugum bursta verður munnurinn á þér skítugur. Til er fjöldinn allur af tækjum og tólum sem lofa því að sótthreinsa tannburstann, en fá virka sem skyldi.

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál