Elsti starfandi skurðlæknir í heimi

Alla Iiyinichna Levushkina er 89 ára gömul og ekki á …
Alla Iiyinichna Levushkina er 89 ára gömul og ekki á leiðinni á eftirlaun. Ljósmynd/Facebook-síða Age UK

Hin 89 ára gamla Alla Iiyinichna Levushkina frá Rússlandi er elsti starfandi skurðlæknir í heimi. Levushkina hefur framkvæmt um 10.000 aðgerðir á sínum 67 árum í bransanum og er ekki farin að hægja neitt á sér.

Síðastliðin 67 ár hefur Levushkina fylgt sömu rútínu á hverjum degi. Hún starfar á spítalanum fjóra daga vikunnar og mætir í vinnuna á slaginu 08:00 á morgnana. „Ég hef ekkert að gera á eftirlaunaárunum,“ sagði Levushkina í viðtali við Age UK. „Að vera læknir er ekki bara starfsgrein, heldur leið til að lifa lífinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál