Þreytt á að vera alltaf þreytt?

Það að vera alltaf þreyttur getur haft slæmar afleiðingar fyrir …
Það að vera alltaf þreyttur getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsuna. Wavebreakmedia Ltd

Gwyneth Paltrow komst í fréttirnar á dögunum er hún gaf það út að árið 2017 yrði árið sem hún ætlaði að leggja áherslu á svefninn en Paltrow er mjög umhugað að lifa heilbrigðu lífi. Segir hún heilan og góðan svefn skipta meiru máli en hreint fæði.

Sagði Paltrow einnig að til þess að auka lífsgæðin ætlaði hún að reyna að ná sjö til átta tíma svefni á hverri nóttu. Jafnvel allt upp í tíu tíma.

Kvíði, streita, stress, ójafnvægi, slæmt mataræði og margt fleira getur verið afleiðing of lítils svefns og þess vegna er afar mikilvægt að hvílast.

Svefnleysi er því miður allt of algengt en það er alltaf eitthvað nytsamlegt sem má reyna til þess að koma í veg fyrir það:

Gwyneth Paltrow ætlar að hvíla sig vel á árinu en …
Gwyneth Paltrow ætlar að hvíla sig vel á árinu en henni er mjög annt um heilsuna. JOE KLAMAR

Settu svefninn í forgang

Forgangröðin í nútímasamfélaginu sem við hlaupum um í virðist eitthvað hafa hnikast til. Sökum mikilla anna, afþreyingar og áreitis úr öllum áttum erum við hætt að hlusta á líkamann og sinna grunnþörfum hans rétt, eins og að sofa nóg. Svefn á í raun að vera í algjörum forgangi. Því án hans fer að hægt og bítandi að halla undan fæti. Gerðu raunhæfar breytingar á dagsskipulaginu, slökktu fyrr á síma og sjónvarpi og farðu fyrr upp í rúm.

Svefnherbergið er heilagur staður

Þegar kemur að því að fara upp í rúm á kvöldin skildu þá pappíra, símtæki, i pada og tölvur eftir frammi. Svefnherbergið á alls ekki að vera skrifstofa eða afþreyingarherbergi.  Fjárfestu í gömlu góðu vekjaraklukkunni og æfðu þig í að sofna eðlilega og vakna eðlilega. Góð regla er að öll fjölskyldan leggi frá sér símana um það bil klukkustund áður en farið er til hvílu.

Breyttu venjunum

Fólk á orðið erfiðara með að slaka á og njóta augnabliksins en einmitt það er mjög mikilvægt til þess að hægja á líkamanum fyrir svefninn. Taktu síðustu fjörutíu og fimm mínúturnar sem þú ert á fótum og gerðu eitthvað notalegt eins og að lesa bók, fara í bað, hugleiða, gera nokkrar jógastöður, leggjast á gólfið og anda. Umfram allt, vertu til staðar í augnablikinu og slakaðu á.

Ef þú ert andvaka – farðu fram úr

Ef þú ert búin að liggja vakandi lengur en í tuttugu mínútur skaltu standa upp í og fara fram úr. Gefðu þér tíu til tuttugu mínútur frammi, fáðu þér smá næringu ef líkaminn kallar eftir henni. Lestu nokkrar línur í bók og reyndu svo aftur. Það að liggja í margar klukkustundir andvaka vindur upp á sig kvíða og streitu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál