Þetta ættir þú að gera á sunnudögum

Gott er að nýta sunnudaginn í að hreyfa sig ef …
Gott er að nýta sunnudaginn í að hreyfa sig ef það hefur ekki náðst í vikunni. Thinkstock / Getty Images

Hjá einhverjum fer draumasunnudagur eflaust fram uppi í rúmi á náttsloppnum einum saman að horfa á uppáhaldsþáttinn sinn á Netflix. Raunveruleikinn er hins vegar oft annar því oft og tíðum er þetta eini dagurinn til þess að nýta til þess að hreyfa sig, taka til og undirbúa næstu viku. Það að skipuleggja vikuna kemur hins vegar í veg fyrir streitu og óþarfa stress og því er um að gera að fara milliveginn og hvíla sig í bland við smá skipulag og skynsemi.

1. Eyddu tíma með sjálfum þér

Þó svo að helgarnar séu svo sannarlega tími fjölskyldu og vina er jafnnauðsynlegt að fá örlitla stund með sjálfum sér. Við búum við mikið annríki alla vikuna, langa vinnudaga, skyldur og stress og þar af leiðandi meira en hollt og nauðsynlegt að ná utan um eigin hugsanir og slaka á aðeins í streitunni og hlaða batteríin.

2. Sinntu áhugamáli

Rétt eins og að eyða tíma með sjálfum sér er mikilvægt að sinna því sem þér þykir svolítið skemmtilegt eða að gera það sem nærir þig andlega. Hvort sem þetta snýr að menningu, hreyfingu eða garðyrkju þá er aðalatriðið að þetta er þitt áhugamál, ekki makans, barnanna eða vinanna og því er mikilvægt að sinna.

3. Hreyfðu þig

Í stressi vikunnar á hreyfingin það oft til að verða undir og því er sunnudagur kjörinn til þess að sig með einhverju móti. Ef fjölskyldan er að njóta dagsins saman er tilvalið að bjóða henni í skemmtilega gönguferð við eitthvað af öllum þeim fallegu vötnum sem að umlykja borgina, fara í sund, á skauta eða annað skemmtileg. Svo er auðvitað alltaf gaman að skora á vini sína í skemmtilega hreyfingu.

4. Taktu til

Flest heimili eiga það líklega sameiginlegt að safna stundum drasli yfir alla vikuna, óhreinum þvotti og kannski svolitlu ryki. Til þess að eiga góða viku fram undan er tilvalið að taka til hendinni á sunnudögum og koma öllu í rétt horf. Ekki taka of langan tíma af frídeginum í tiltektina heldur settu þér markmið hvað þú ætlar að gera á hvað löngum tíma. Fáðu aðra íbúa heimilisins með þér í verkefnið og það er frá áður en þú veist af.

5. Skipuleggðu vikuna

Gott skipulag er líklega hvað mikilvægast til þess að eiga von um stresslausa og góða viku. Sestu niður með ljúfan kaffibolla með skipulagsbókina þína eða símann þinn og settu niður fundi, símtöl, verkefni, innkaup, skipulag á heimilinu, æfingar, vinahittinga og þess háttar. Þetta kemur í veg fyrir árekstra, vandamál og óskynsamleg matarinnkaup.

Gott er að taka smá stund af deginum í að …
Gott er að taka smá stund af deginum í að taka til. streeteasy.com/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál