Eru markmiðin raunhæf?

Gættu þess að setja þér raunhæf markmið!
Gættu þess að setja þér raunhæf markmið! Getty images

Svo virðist vera sem stór hluti þjóðarinnar hafi ákveðið að nýta þennan febrúarmánuð til að bæta ýmislegt í sínu fari þegar kemur að hreyfingu og öðru enda stendur nú yfir svokallaður meistaramánuður.

Flestir hafa gerst sekir um að ofmetnast örlítið í byrjun átaks og ætlað bókstaflega að sigra heiminn og einmitt þess vegna er mikilvægt að setja sér raunhæf markmið í byrjun. Raunhæf markmið þurfa að vera þess eðlis að þau setji ekki lífið á annan endann eða að þú springir bókstaflega á miðri leið.

Kannistu við einkennin gæti verið ráðlegt að setjast niður á þessum tímapunkti og endurskoða markmiðin því tilfinningin sem fylgir því að ná ekki markmiðum sínum er allt annað en hvetjandi.

  1. Markmið þurfa ekki að vera þýðingarmikil, mikilvæg eða stórfengleg fyrir neinn nema sjálfan þig.

  2. Markmiðin þín geta verið mjög einföld og auðveld en geta hins vegar fært þér mikla hamingju, gleði og ánægju þegar þú skoðar þau og hvað þau þýða fyrir þig.

  3. Þegar þú ákveður markmið og skilgreinir það, hvort sem það tengist starfi, heilsu eða einkalífi, byrjaðu þá fyrst á að ákveða hvernig þú ætlar að fara að þvi að ná því og að þú ætlir að sýna sjálfum þér svigrúm til að ná því.

  4. Finndu út hvernig þú ætlar að mæla árangur þinn og taktu stöðuna mjög reglulega, jafnvel vikulega. Þannig fylgistu með hvort þú færist í rétta átt að markmiðinu og getur gripið inn í ef ekki.

  5. Sjáðu sjálfan þig fyrir þér fá það sem þú vilt og ná markmiði þínu. Hafðu mynd af því sem þú vil ná reglulega fyrir framan þig og haltu stöðugt áfram. Það verður alltaf augljósara eftir því sem þú færist áfram. Gerðu það sem þú þarf til að ná markmiði þínu því það er fátt betra en að takast það sem maður ætlar sér.
Markmiðasetning skiptir höfuðmáli til að ná árangri.
Markmiðasetning skiptir höfuðmáli til að ná árangri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál