„Ekki hægt að harka þetta af sér“

Þórhildur Erla Pálsdóttir.
Þórhildur Erla Pálsdóttir.

Gedfraedsla.is er nýr vefur með upplýsingum og fræðslu um geðsjúkdóma. Þórhildur Erla Pálsdóttir ritstjóri vefjarins brennur fyrir málefninu en hún segir í viðtali við Smartland að vefurinn sé settur fram á mannamáli svo auðvelt sé að afla sér upplýsinga.

Vefurinn sérstaklega ætlaður ungu fólki

Það er félagið Hugrún sem kom að því að opna vefinn en Hugrún er geðfræðslufélag lækna-, sálfræði- og hjúkrunarnema. „Það eru til aðrir vefir sem fjalla um ákveðna tegund af geðsjúkdómum en á okkar vef er hægt að nálgast allar upplýsingar. Þetta er fyrsti vefurinn með heildstæðar upplýsingar um marga geðsjúkdóma. Vefurinn er með upplýsingum og fræðslu, en einnig erum við með reynslusögur,“ segir Þórhildur. 

Vefurinn er einnig sérstakur fyrir þær sakir að hann leggur áherslu á ungt fólk. Ástæðuna fyrir því segir Þórhildur vera að geðsjúkdómar koma oft fyrst fram í framhaldsskóla.

Þórhildur tók við ritstjórnarstarfinu eftir að hún sá það auglýst en hún er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku, með henni vinnur síðan góð ritstjórn. „Mitt hlutverk er að halda vefnum gangandi. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar meðal annars frá fagaðilum á geðheilbrigðissviðinu.“

Glímir sjálf við þunglyndi og kvíða

Nýlega birtust viðtöl á vefnum eftir Þórhildi við ungt fólk sem hafur meðal annars verið að glíma við kvíða. Myndböndin eru hluti af lokaverkefni hennar. Aðspurð segir hún það hafi ekki verið mjög erfitt að fá fólk í viðtöl og segja frá sinni reynslu. „Þegar ég fór að opna á umræðu um geðsjúkdóma í kringum mig kom í ljós að það voru margir sem ég þekkti sem voru að glíma við þá, en auðvitað þarf maður að passa að vera nærgætinn og fagmannlegur.“

Þórhildur þekkir glímu við geðsjúkdóma af eigin raun.

„Ég greindist með þunglyndi og kvíða fyrir tveim árum, þá var mér búið að líða illa mjög lengi. En það kom að þeim tímapunkti að ég kom heim úr vinnu og skóla og grét og grét.“ Eftir atvikið segir Þórhildur hafa leitað sér hjálpar. Hún er hjá góðum sálfræðingi sem hefur hjálpað henni að takast á við vanlíðanina þegar hún kemur. „Ég áttaði mig á í greiningarviðtalinu hjá sálfræðingnum að það væri ekki bara hægt að harka þetta af sér, ég þyrfti að vinna í mínum málum.“

Ritstjórnin á geðfræðsla.is. Frá vinstri: Þorsteinn Gauti Gunnarsson, Þórhildur Erla …
Ritstjórnin á geðfræðsla.is. Frá vinstri: Þorsteinn Gauti Gunnarsson, Þórhildur Erla Pálsdóttir, Anna Guðrún Guðmundsdóttir, Þeódóra Thoroddsen, Ási Þórðarson og Jón Viðar Pálsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál