Svona minnkar þú streitu

Streita er vaxandi vandamál.
Streita er vaxandi vandamál. Ljósmynd / Getty Images

Samkvæmt frétt Forbes upplifa í kringum 60% manns streitu þrisvar í viku, eða oftar. Margir hverjir sögðu einnig að streitan hefði neikvæð áhrif á líf þeirra og að þeir væru mun hamingjusamari ef hennar nyti ekki við.

Vefurinn Forbes tók saman nokkra hluti sem hjálpa fólki að draga úr streitu.

Hlusta á tónlist
„Þegar verkefnin fara að hlaðast upp og ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga tek ég pásu, hlusta á eitt eða tvö góð lög, fæ mér kaffibolla og forðast tölvuna mína. Eftir það er ég reiðubúin að takast á við verkefnin.“

Finndu þinn innri Búdda
Að iðka núvitund er frábær leið til að hjálpa fólki að takast á við streitu. Kostir þess að stunda hugleiðslu er sá að fólk á auðveldara með að taka ákvarðanir, er rólegra og á betra með að halda einbeitingu.

Farðu í hádegismat
Hádegismaturinn snýst ekki bara um að setja eldsneyti á tankinn. Sé rétt farið að er hann smáheimur út fyrir sig, blanda af gleði, næringu, hvíld og skemmtilegheitum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að borða við skrifborðið.

Settu þér mörk
Það er auðvelt að láta vinnuna gleypa frítímann með sífelldum tölvupóstum og símtölum. Setjið ykkur reglur og sleppið því að taka vinnuna með ykkur heim.

Spila á hljóðfæri
Þegar streitan nær yfirhöndinni getur verið gott að grípa í hljóðfæri. Það er, fyrir fólk sem spilar á hljóðfæri.

Gott er að gera slökunar- eða öndunaræfingar í vinnunni þegar …
Gott er að gera slökunar- eða öndunaræfingar í vinnunni þegar streitan fer að segja til sín. Ljósmynd / Getty Images

Hreyfðu þig
Það er alþekkt staðreynd að hreyfing getur dregið úr streitu. Oft þarf ekki mikið til, stuttur göngutúr í hádeginu getur jafnvel gert gæfumuninn.

Rifjaðu upp góðu hlutina
Að einblína á góðu hlutina í lífinu getur dregið úr streitu og kvíða. Gott er að skrifa niður nokkra hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir í lok hvers dags.

Andaðu
Öndunaræfingar eru sérlega einfaldar og áhrifaríkar, en þær má gera hvar og hvenær sem er.

Farðu í frí
Margir segja að vinnusemi sé dyggð, en það er ekki síður mikilvægt að hvílast. Notaðu alla frídagana þína og ekki laumast til að vinna þegar þú ert í fríi.

Vinnan er ekki allt. Það er einnig nauðsynlegt að njóta …
Vinnan er ekki allt. Það er einnig nauðsynlegt að njóta lífsins. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál