Síkkar hárið bara hreint ekki?

Ljósmynd / Getty Images

Það getur reynt á þolrifin að bíða eftir því að hárið nái draumasíddinni, sér í lagi ef klippt hefur verið duglega neðan af því svolitlu fyrr. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að hárið síkkar ekki sem skyldi, en vefurinn Byrdie tók saman nokkrar.

Þig skortir járn
Best er að fá járn úr fæðunni, en hnetur, fræ, dökkgrænt kál og grænmeti, kjúklingur, ostrur og nautakjöt innihalda mikið járn. Ef þú þjáist af járnskorti getur þó verið nauðsynlegt að notast við bætiefni.

Þú sefur ekki nóg
Svefn er lífsnauðsynlegur. Skortur á svefni getur valdið ýmsum heilsufarskvillum, auk þess munu húðin og hárið ekki skarta sínu fegursta nema þú fáir næga hvíld.

Þú ferð of oft í klippingu
Það er nauðsynlegt að snyrta klofna enda, áður en þeir fara að valda miklum vandræðum. Það þýðir þó ekki að það þurfi sífellt að klippa neðan af hárinu, ef það er heilbrigt. Hár vex mishratt og þó að það henti sumum að láta snyrta það á sex vikna fresti hentar það alls ekki öllum.

Streita
Streita getur haft neikvæð áhrif á líkamsstarfsemina, þar með talið hárið. Ekki aðeins getur hún valdið hárlosi, heldur getur langvarandi streita einnig valdið því að hárið síkkar ekki sem skyldi.

Röng meðhöndlun
Ofnotkun á hárblásurum, krullu- og sléttujárnum gerir engum neinn greiða. Þá er líka mikilvægt að nota gott sjampó og hárnæringu.

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál