Ósiðir sem koma í veg fyrir góðan árangur

Það er mikilvægt að gera æfingarnar rétt í ræktinni.
Það er mikilvægt að gera æfingarnar rétt í ræktinni. mbl.is/Thinkstockphotos

Ef þér finnst eins og það gangi hægt að ná líkamsræktarmarkmiðunum er ágætt að athuga hvað þú ert að gera fyrir utan ræktina. Það er ýmislegt sem við venjum okkur á í hinu daglega lífi sem gæti verið að koma í veg fyrir að við náum hámarksárangri í ræktinni. Fitness Magazine tók saman sex algenga hluti sem kemur í veg fyrir að fólk sjái meiri árangur í ræktinni.

Vitlaust tekið á í ræktinni

Það er mjög mikilvægt að temja sér góða siði í ræktinni frá byrjun, því gæti verið gott ráð að spyrja fagfólk og fá leiðbeiningar um æfingar til að byrja með. Ef æfingar eru gerðar vitlaust getur það orðið að vana sem getur endað með meiðslum og árangurinn verður lítill.

Of miklar brennsluæfingar

Ekki er gott að gera brennsluæfingar á kostnað styrktarþjálfunar. Þetta getur leitt til vöðvarýrnunar og jafnvel til þess að fitubrennsla minnki. Það er mikilvægt að gera styrktaræfingar á móti brennsluæfingum.  

mbl.is/Thinkstockphotos

Rangt fæðuval

Margir halda að þeir grennist með því að sleppa máltíðum en það ætti hins vegar alls ekki að gera. Það er mikilvægt að borða eftir æfingu og þá skal borða rétt.

Ekki nægur svefn

Vöðvarnir fá tíma til þess að hvílast þegar þú sefur og þar með ná þeir að vinna úr æfingu dagsins. Það er mikilvægt að ná sex til átta klukkutíma löngum svefni.

Svefn er lykillinn að vöðvauppbyggingu.
Svefn er lykillinn að vöðvauppbyggingu. mbl.is/Thinkstockphotos

Æft á tóman maga

Sérfræðingar mæla með því að fólk fái sér einhverja orku áður en haldið er á æfingu. Ef fólk fer til dæmis á morgunæfingar án þess að borða er hætt á því að vöðvarnir rýrni í stað þess að þeir byggist upp.

Pró­tein­laust mat­ar­ræði

Það er mikilvægt að neyta próteins til þess að vöðvarnir fái tækifæri til að vinna úr æfingunni auk þess að neysla á því er gott fyrir mann þegar vöðvarnir eru aumir og þreyttir. Þú brennir fleirum kaloríum með því að borða prótein.

Egg eru próteinrík.
Egg eru próteinrík. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál