5 ástæður fyrir því að fólk grennist ekki

Það getur verið erfitt að ná af sér aukakílóunum.
Það getur verið erfitt að ná af sér aukakílóunum. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekki einfalt að ná af sér aukakílóunum og sérstaklega ekki þessum síðustu fimm. Þegar fólk hefur misst fjölda kílóa hægist á brennslunni og það getur verið erfitt að ná af sér þessum síðustu kílóum sem fólk ætlaði sér. Prevention fór yfir fimm algengar ástæður fyrir því að fólk ætti í vandræðum með að missa síðustu kílóin. 

Ekki æfa bara þolið

Það er gott að æfa þolið en ef þú gerir ekki styrktaræfingar þá hættir þú að grennast. Vöðvar hraða á brennslunni og þess vegna er mikilvægt að viðhalda þeim. 

Ekki setja allan mat í blandarann

Djúsar og búst eru góð leið til þess að fá góða og holla næringu en það þýðir hins vegar að hann rennur nokkuð auðveldlega í gegnum líkamann. Það er betra þegar líkaminn fær sjálfur að hafa fyrir því að brjóta fæðuna niður. 

Þú ert ekki að borða neina fitu

Margir halda að þeir eigi að sleppa allri fitu þegar þeir eru að reyna grennast. Það er hins vegar mikilvægt að neyta fitu. Það er gott fá holla og náttúrulega fitu úr avakadó, hnetum, olíum og grískri jógúrt. 

Það er mikilvægt að borða holla fitu.
Það er mikilvægt að borða holla fitu. mbl.is/Thinkstockphotos

Hugsaðu um kaloríurnar

Það hefur dottið úr tísku síðustu ár að telja kaloríur enda skiptir máli úr hvaða fæðu kaloríurnar koma. Það má hins vegar ekki gleyma hversu margar kaloríur maður er að innbyrða og hversu stóra skammta maður er að borða. Viðmælandi Prevention mælir með því að fólk skoði vandlega hversu mikið það er að borða á milli mála og yfir sjónvarpinu á kvöldin. 

Þú ert ekki að taka nógu vel á í ræktinni

Prevention mælir með því að fólk stundi lotuþjálfun en þar gerir manneskja ákveðna æfingu í ákveðið langan tíma og fær síðan smá pásu. Það er því mælt með því að reyna vel á sig og taka svo pásu, þannig brenni líkaminn betur. Ef þú ert að spretta í eina mínútu taktu þá pásu í 30 sekúndur. 

Það er betra að spretta og taka stuttar hvíldir á …
Það er betra að spretta og taka stuttar hvíldir á milli í staðinn fyrir að skokka í hálftíma. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál