Glútenlaus matur veldur offitu

Glútenlausar matvörur eru ekki endilega betri valkostur.
Glútenlausar matvörur eru ekki endilega betri valkostur. mbl.is/Thinkstockphotos

Vísindamenn hafa komist að því að aukin neysla á glútenlausum vörum getur aukið líkur á offituGlútenlaust fæði hefur verið eitt allra heitasta heilsuráðið síðustu ár og virðast sífellt fleiri kjósa glútenlausar matvörur. 

Hinir ýmsu heilsugúrúar mæla með því að sneiða fram hjá glúteni og líklega hafa aldrei fleiri verið greindir með glútenóþol. En í rauninni er það bara um eitt prósent af Evrópubúum sem má ekki neyta glútens vegna glútenofnæmis (e. coeliac disease).

Í grein The Guardian kemur fram að sérfræðingar vara við vörum sem koma í stað matvöru með glúteni þar sem slíkar vörur innihalda oft meiri fitu. Vísindamenn rannsökuðu 655 venjulegar matvörutegundir og 654 matvörur sem eru ætlaðar sem glútenlaus valkostur. Þetta voru meðal annars brauð, pasta, morgunkorn, kex og jafnvel tilbúinn matur.

Það eru sífellt fleiri sem segjast vera með glútenóþol.
Það eru sífellt fleiri sem segjast vera með glútenóþol. mbl.is/Thinkstockphotos

Fram kom að það var tvisvar sinnum meiri fita í glútenlausu brauði en í venjulegu brauði, auk þess að það var tvisvar til þrisvar sinnum minna prótínmagn í glútenlausu brauði. Sama átti við um kex, glútenlaust kex var með hærra fituhlutfall og minna prótínmagn. Glútenlaust pasta var hins vegar með minna magn af sykri en líka mun minna magn af prótíni en í venjulegu pasta.

Calvo Lerma, einn vísindamannanna, varaði við því að þessi glútenlausi matur gæti aukið líkur á offitu, sérstaklega á meðal barna en þau eru líklegri til þess að borða kex og morgunkorn.

Benjamin Lebwohl, vísindamaður við Columbia University, tók undir orð Lerma þrátt fyrir að vera ekki tengdur rannsókninni. En hann vildi meina að glútenlausar vörur væru ekki nógu næringarríkar. Hins vegar þýddi það ekki að það væri óhollt að sneiða fram hjá glútenlausum mat. „Það veltur á ákvörðunum sem þú tekur á glútenlausa mataræðinu,“ sagði Lebwohl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál