Æfingar geta haft áhrif á kynlífið

Að fara í ræktina getur verið góður forleikur.
Að fara í ræktina getur verið góður forleikur. mbl.is/Thinkstockphotos

Women’s Health greinir frá því að kynlöngun aukist með því að æfa. Þar með geta vöðvar ekki bara styrkst í ræktinni heldur getur kynlífið líka batnað. Það er því ekki úr vegi að segja að það sé ágætisforleikur að svitna vel í ræktinni.

Í rannsókn sem the University of Texas í Austin gerði kemur fram að æfing eykur kynhvöt hjá konum sem eru að nálgast breytingaskeiðið. Þjálfun getur meira að segja hjálpað konum sem taka lyf með aukaverkunum sem draga úr kynhvötinni.

Það sem gerist er að blóðflæðið eykst á kynfærasvæðinu. Við þetta er að sjálfsögðu að bæta að sjálfsöryggi verður meira því ánægðara sem fólk er með líkama sinn.

Rannsókn frá árinu 2010 rannsakaði konur sem horfðu á erótíska mynd. Konur sem fóru á hlaupabretti eftir að hafa horft á myndina sýndu meiri viðbrögð á kynfærasvæðinu en þær sem fóru ekki að hlaupa. „Niðurstöður eins og þessar benda til þess að æfingar hafi bein áhrif á hversu æstar konur verða við kynferðislega örvun,“ sagði vísindamaður.

Kynlöngun getur aukist hjá konum sem eru duglegar að hreyfa …
Kynlöngun getur aukist hjá konum sem eru duglegar að hreyfa sig. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál