Vertu leiðtogi lífs þíns

Það er mikilvægt að þekkja og virða sjálfan sig.
Það er mikilvægt að þekkja og virða sjálfan sig. mbl.is/Thinkstockphotos

Leiðtogahæfni er mikils metin í nútímasamfélaginu. Það sem skiptir hins vegar ef til vill meira máli en að geta leitt hóp fólks er að geta leitt sjálfan sig áfram í lífinu. 

Hvenær varst þú ein/n í bílstjórasætinu, með „to-do“-listann og markmiðin á hreinu, og fullnægð/ur á öllum þeim sviðum sem skipta þig máli? Það er háleitt að ætla sér allt þetta í einu en samt þess virði að spyrja sig að því. Mindbodygreen fór yfir fimm atriði sem gott er að hafa í huga sem þú getur nýtt þér til þess að stjórna þessu. 

Settu þér markmið

Þeir sem hafa náð framúrskarandi árangri hafa sett sér markmið. Þú ákveður hvert þú vilt komast og síðan þá áfanga sem þú þarft að ná til þess að komast þangað. Það skiptir ekki máli hvort markmiðin snúi að því að hámarka árangur fyrirtækis eða hlaupa fimm kílómetra. 

Settu þér markmið hvar þú vilt vera eftir sex mánuði, ár og fimm ár. Um leið og markmiðin verða vera raunhæf þá er um að gera að láta sig dreyma stórt. 

Það krefst hugrekki að hætta í vinnunni.
Það krefst hugrekki að hætta í vinnunni. mbl.is/Thinkstockphotos

Hugrekki

Allir leiðtogar eru hugrakkir. Það þýðir ekki endilega að þeir séu ekki hræddir við neitt. Með hugrekkinu er átt við að komast yfir óttann og taka áhættur.

Hvort sem það er að hætta í vinnunni eða að bjóða einhverjum á stefnumót er áhættan þessi virði og ekki ástæða til þess að óttast. 

Lærðu af mistökum þínum

Allir leiðtogar læra af mistökum sínum enda er enginn fullkominn. Það sem greinir þá farsælu frá þeim venjulegu er hvernig þeir læra af mistökum sínum. 

Haltu áfram að læra

Þeir sem ná miklum árangri halda alltaf áfram að læra. Þeir vita að þeir vita ekki allt, það er einfaldlega ekki hægt. Haltu áfram að lesa bækur og fara á námskeið og lærðu af fólkinu í kringum þig. 

Lærðu að þekkja og virða sjálfan þig

Það er mikilvægt að hafa sjálfsvirðingu. Til þess að geta orðið leiðtogi lífs þíns verður þú að þekkja sjálfan þig. Því fyrr sem þú lærir þetta því auðveldara verður að fyrir þig að treysta á sjálfan þig. 

Það er hægt að taka stjórn á sinni eigin hamingju.
Það er hægt að taka stjórn á sinni eigin hamingju. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál