Vildi verða feitasta kona í heimi en er hætt við

Monica Riley er hætt við að vilja verða feitasta kona …
Monica Riley er hætt við að vilja verða feitasta kona heims. Hér er hún ásamt kærasta sínum.

Það er allt til í Ameríku, eða svo gott sem. Monica Riley Texasbúi komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar hún lýsti því að hún hefði í hyggju að verða feitasta kona í heimi. Mætti hún í viðtöl með kærasta sínum og fór yfir hvernig hún ætlaði sér að ná markmiði sínu. Kærastinn gaf henni mat í gegnum trekt og með mikilli vinnu tókst henni að innibyrða 10.000 kaloríur á hverjum degi. Það að verða feitasta kona í heimi var hluti af kynlífsórum þeirra skötuhjúa!

En nú er komið gleðilegt babb í bátinn. Kynferðislegir órar þeirra hafa skilað ávexti þar sem Riley er ófrísk og á von á barni. Eins og allir vita er ofboðsleg ofþyngd óheppileg á meðgöngutímanum og er hún komin í mikið aðhald.

Í dag borðar hún 2.000 kaloríur í stað 10.000 og hefur á 10 vikum lést um 89 kíló. Í viðtali kveðst hún leggja meiri áherslu á að geta verið til staðar fyrir barnið og hreyft sig frekar en að fullnægja hreint ótrúlega sérkennilegum kynlífsfantasíum sínum og síns heittelskaða. Barnslán er mikil blessun almennt en í tilviki Riley hefur það sennilega bjargað lífi hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál