Hvað segir svefnstaðan um þig?

Ætli þessi kona sé opin en tortryggin?
Ætli þessi kona sé opin en tortryggin? mbl.is/Thinkstockphotos

Sumir sofa á bakinu og aðrir á hliðinni enda er fólk misjafnt. En lengi hefur fólk velt því fyrir sér hvað hegðun okkar í svefni segi um okkur sem manneskjur.

Indy100 greinir frá háskólarannsókn þar sem í ljós kom meðal annars að aðeins 12 prósent para sváfu með um þriggja sentímetra bil á milli sín. Hins vegar voru 86 prósent þeirra hamingjusöm í sambandinu. Aftur á móti voru 66 prósent þeirra para sem sváfu með meira en 75 sentímetra á milli sín hamingjusöm sambandinu.

Richard Wiseman, aðalrannsakandinn, segir að það hafi sýnt sig að það væru meiri líkur á hamingju í sambandi ef snerting væri meðan á svefni stæði. En 94 prósent þeirra para sem snertust á meðan þau voru sofandi töldu sig hamingjusöm.

Í annarri könnun frá árinu 2003 var skoðað hver væri persónuleiki fólks eftir því í hvaða svefnstöðu það svæfi í. Flestir, eða 41 prósent, sváfu í fósturstellingu og var það fólk frekar tengt við að vera feimið og viðkvæmt. Þau 15 prósent sem sváfu á hliðinni með hendur með fram síðum voru tengd við að að vera léttlynd og félagslynd. Þeir voru frekar taldir vera opnir og tortryggnir sem sváfu á hliðinni með útréttar hendur. Þeir sem sváfu á bakinu voru tengdir við að vera rólegir og hlédrægir og þeir sem sváfu á maganum með hendur í kringum koddann voru frekar hörundsárir og opnir.

Þó ber að hafa í huga að fólk er missammála um hversu alvarlega ber að taka þessum sálgreiningum og því skal taka þeim með fyrirvara.

Pör sem snerta hvort annað í svefni eru talin vera …
Pör sem snerta hvort annað í svefni eru talin vera hamingjusamari. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál