Því feitari, því betra hjónaband

Samkvæmt rannsókn eru hjón sem fitna í sambandinu hamingjusamari en …
Samkvæmt rannsókn eru hjón sem fitna í sambandinu hamingjusamari en ella. mbl.is/Thinkstockphotos

Besta leiðin til að sjá hvort  par sé ástfangið eða ekki er að horfa á þyngdaraukningu þess, samkvæmt rannsókn sem alþjóðlega líftæknistofnunin stýrði. Tískublaðið GQ greinir frá þessu.

Samkvæmt rannsókninni eru það hamingjusömustu pörin sem fitna þegar þau eru saman.

Í fjögur ár fylgdust rannsóknarmenn með 169 hjónum. Þau mældu þyngd þeirra tvisvar á ári og spurðu þau spurninga um hjónabandið og vellíðan.

Niðurstöður voru að fólk sem var í hamingjusömu hjónabandi fitnaði mikið á meðan þau hjón sem héldust í formi sögðust vera í óhamingjusömu hjónabandi sem endaði oftast í skilnaði.

Rannsóknarmennirnir halda að þessar niðurstöður hafi eitthvað að gera með það að vera nógu aðlaðandi til að laða að sér maka. Hamingjusöm pör hafa enga þörf fyrir það lengur að laða að sér maka og þess vegna er minni pressa á útlitið. Hinsvegar eru hjón í óhamingjusömu hjónabandi líklegri til að vilja vera aðlaðandi og viðhalda forminu til að halda áfram að laða að sér maka.

Þó svo að hamingjusöm pör þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að makinn elski hinn aðilann bara út af útlitinu má samt ekki gleyma því að vera heilbrigður, taka rannsóknarmennirnir fram í skýrslu sinni. Þar ráðlögðu þeir að hjón fylgdust með þyngd sinni því að hún getur haft slæm áhrif á heilsu.

Hjón sem að fitna saman eru hamingjusamari samkvæmt vísindum.
Hjón sem að fitna saman eru hamingjusamari samkvæmt vísindum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál