Maður tekur sér ekki sumarfrí frá lífstílnum

Sara Barðdal einkaþjálfari og heilsumarkþjálfari býður upp á ókeypis tveggja …
Sara Barðdal einkaþjálfari og heilsumarkþjálfari býður upp á ókeypis tveggja vikna fjarþjálfunarnámskeið í lok júlí.

Sara Barðdal ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi ætl­ar að bjóða fólki upp á ókeyp­is tveggja vikna fjarþjálf­un sem byrj­ar 23. júlí. Sara seg­ir það sé eng­in ástæða fyr­ir því að hætta hreyfa sig þó svo maður sé í sum­ar­frí.

All­ar æf­ing­arn­ar sem eru í pró­gramm­inu henn­ar Söru er hægt fram­kvæma heima í stofu. Eng­in tæki og tól eru nauðsyn­leg þó svo að gott sé að eiga dýnu en not­ast er við eig­in lík­amsþyngd í æf­ing­un­um. „Ég stofnaði síðuna Hiit­fit fyr­ir tæp­um tveim­ur árum þar sem ég hafði verið að æfa svona síðan ég átti fyrsta son minn,“ sagði Sara sem langaði að deila þeim mögu­leika með fleir­um að hægt væri að æfa bara heima í stofu. „Mér finnst svo marg­ir vera í basli með að finna tíma til að mæta í rækt­ina fimm sinn­um í viku og þegar fólk er kannski með fjöl­skyldu og börn þá er þetta svo ótrúlega hentugt.“

„Við erum að hreyfa okk­ur til þess að skapa lífstíl og maður tek­ur sér ekki sum­ar­frí frá lífstíln­um af því þá er þetta ekki lífstíll held­ur meira svona megr­un­ar­kúr eða eitt­hvað tíma­bundið,“ seg­ir Sara um ástæðuna fyr­ir því af hverju fólk eigi ekki bara liggja með tærn­ar upp í lofti í sum­ar­frí­inu. „Ég segi líka oft þú hætt­ir ekki að tann­bursta þig þó að það sé mikið að gera eða þú breyt­ir rútín­unni.“ Sara seg­ist sjálf reyna að hreyfa sig að minnsta kost­ir þris­var í viku þrátt fyr­ir að vera á ferð og flugi en í sinni venju­legu rútínu æfir hún fimm til sex sinn­um í viku.

Dæmi um æfingu frá Söru.
Dæmi um æfingu frá Söru.

Í ókeyp­is fjarþjálf­un­inni sem Sara býður upp á er matar­pró­gramm en þrátt fyr­ir það er al­veg pláss fyr­ir grill­kjöt og bakaðar kart­öfl­ur þar sem Sara er ekki hrif­in af boðum og bönn­um. Hún kem­ur með til­lög­ur sem fólk get­ur tekið eins langt og það treyst­ir sér. Hún seg­ist vera hrif­in af 80/​20 hugs­un­inni, sem felst í því að borða hollt 80 pró­sent af tím­an­um og svo leyfa sér eitt­hvað meira 20 pró­sent af tím­an­um. „Þú held­ur þig við hollt á dag­inn og færð þér svo grill­mat á kvöld­in það er ekk­ert af því í góðu hófi,“ seg­ir Sara.

Sara seg­ir æf­ing­arn­ar henta öll­um hvort sem þeir eru í góðu eða lé­legu formi. Æfing­arn­ar eru í eðli sínu krefj­andi en hún kem­ur með létt­ari út­gáf­ur af æf­ing­un­um sem byrj­end­ur eða þeir sem eru styttra komn­ir geta nýtt sér.

Æfing­arn­ar sem Sara ger­ir kall­ast Hiit eða High in­tensity in­terval train­ing. „Þá erum við að keyra púls­inn hátt í stutt­an tíma og svo eru tekn­ar stutt­ar hvíld­ir inn á milli. Þetta æf­inga­form er  sam­kvæmt nýjustu rann­sókn­um að gefa okk­ur mest­an ávinn­inginn eins og hvað varðar fitu­brennslu og hjarta og æðakerfið, þannig við erum að nýta tím­ann bet­ur,“ seg­ir Sara. 

Hér er hægt að skrá sig á ókeyp­is fjarþjálf­un­ar­nám­skeiðið. Pró­grammið er stutt og tek­ur um 20 mín­út­ur með upp­hit­un. Því ætti tíma­leysi, sum­ar­bú­staðaferðir og sól­ar­strend­ur ekki að vera fyr­ir­staða fyr­ir því að taka þátt. 

Á myndbandinu hér fyrir má sjá hvernig Sara sýnir klassíska æfingu. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál