Svona heldurðu þér í formi yfir sumarið

Mörgum finnst erfitt að halda sér í formi yfir sumarfríið.
Mörgum finnst erfitt að halda sér í formi yfir sumarfríið. skjáskot/pinterest

Mörgum finnst gaman að skella sér til útlanda í sumarfríinu til þess að slappa af. En ný rannsókn sem Telegraph greindi frá sýnir að afslöppun í 14 daga samfleytt getur verið lífshættuleg og þess vegna verðum við að muna að hreyfa okkur aðeins meðan á fríinu stendur.

Sem betur fer eru einfaldar leiðir til að halda sér í formi á meðan þú ert í fríi sem einkaþjálfarar frá Living Retreats greina frá. Þú getur valið þér æfingarnar sem þér líst best á og gert þær tvisvar á dag. 

Magaæfing – kjarnasprengja

Þessa getur þú gert við bakkann eða ströndina þar sem vatnið rétt snertir hendur og fætur til að kæla þig. Þú ferð í plankastöðu og færir þig tvö skref til vinstri og tvö skref til hægri. Stefndu á að gera þetta tíu sinnum yfir fríið.

Tvö skref til vinsti og svo tvö skref til hægri.
Tvö skref til vinsti og svo tvö skref til hægri. skjáskot/pinterest

Labbaðu það af þér 

Að labba í sjónum styrkir fætur, maga og rass en er líka góð brennsluæfing. Þú getur einnig æft handleggina ef þú sveiflar þeim upp og niður á meðan. Labbaðu í tíu mínútur og taktu pásu í fimm, gerðu þetta fimm sinnum og reyndu að labba lengra í hvert skiptið (en hversu langt þú ferð verður að fara eftir hversu sterkar öldurnar eru).

Að labba í sjónum er góð æfing.
Að labba í sjónum er góð æfing. skjóaskot/pinterest

Strandar-langstökk

Þessi æfing virkar best á fámennri strönd. Reyndu að hoppa eins langt fram og þú getur og reyndu að lenda með bogna fætur (e. squat). Þessi æfing er frábær fyrir læri, maga og kálfa. Ef þú ert að ferðast með hópi af fólki geturðu gert keppni úr æfingunni og séð hver getur hoppað lengst. 

Reyndu að lenda í þessari stöðu eftir langstökkið.
Reyndu að lenda í þessari stöðu eftir langstökkið. skjáskot/pinterest

Róðrakraftur

Ef tækifærið býðst er mjög góð æfing fyrir hendur, maga og bak í því að fara á kajak. Þú þarft aðeins að eyða 30 mínútum á kajak til að fá góða æfingu út úr því.

Að fara á kajak er góð æfing.
Að fara á kajak er góð æfing. skjáskot/instagram

Brennslukönnun

Labbaðu, hlauptu eða hjólaðu um svæðið sem þú gistir á í um 20 mínútur. Það er aldrei að vita nema þú uppgötvir eitthvað nýtt og spennandi við svæðið. Best er að fara snemma á morgnana eða seint á kvöldin, þegar það er ekki eins heitt. 

Sniðugt er að kanna áfangastaðinn með því að fara út …
Sniðugt er að kanna áfangastaðinn með því að fara út að hlaupa um hverfið. skjáskot/instagram

Sundlaugarplanki

Plankaðu við sundlaugina og hoppaðu út í rétt á eftir. Best er að byrja á að planka í um 30 sekúndur til mínútu og reyna svo hægt og rólega að bæta tímann. 

Plankaðu og hoppaðu svo út í sundlaugina.
Plankaðu og hoppaðu svo út í sundlaugina. skjáskot/instagram

Rassalyftur

Þessa getur þú gert á meðan þú ert í sólbaði. Liggðu á bakinu, beygðu annan fótinn með hinn fótinn upp í loft og lyftu mjöðmunum upp og niður. Þetta gerir þú tíu sinnum á hvorn fót. 

Þessa getur þú gert á sólbekknum.
Þessa getur þú gert á sólbekknum. skjáskot/instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál