Fimm leyndarmál franskra kvenna

Brigitte Trogneux, forsetafrú Frakklands, hefur líklega tamið sér hófsemi.
Brigitte Trogneux, forsetafrú Frakklands, hefur líklega tamið sér hófsemi. mbl.is/AFP

Pistlahöfundur Mindbodygreen flutti til Parísar og ákvað að taka upp siði og venjur innfæddra en í því fólust meðal annars fjögurra klukkutíma langir kvöldverðir, með víni og eftirrétti. Hún skildi þó ekki af hverju mittisummálið stækkaði hjá henni á meðan frönsku konurnar fitnuðu ekki. 

Pistlahöfundurinn segist ekki geta leyst ráðgátuna um franskar konur að fullu en hún getur þó deilt fimm ráðum sem þær frönsku fara eftir. 

Hófsemi

Þrátt fyrir að Frakkar séu þekktir fyrir rjómalöguðu sósurnar sínar, kjötréttina og eftirréttina þýðir það ekki að Frakkar borði slíkan mat á hverjum degi. En þegar þeir borða hann fá þeir sér litla skammta en njóta þess þó mjög vel. 

Þeir neita sér heldur ekki um osta og aðra eftirrétti, þeir eru hins vegar ekki síborðandi þá. Hófsemin á einnig við um vínið, þeir drekka vínglas með mat en drekka ekki bara til að drekka. 

Borða alvörumat

Frakkar borða mikið af óunnum mat. Það er ekki jafnmikið af fitusnauðum mat í matvörubúðunum. Vörur sem eru með mikilli fitu eru minna unnar og yfirleitt með minni sykri en þær vörur sem eru fitusnauðar. Raunverulegur matur í náttúrulegu ástandi sínu er líka meira seðjandi en unninn matur. Því þarf fólk minna af matnum. 

Franskar konur taka því rólega

Frakkarnir gefa sér tíma fyrir matinn hvort sem það er hádegismatur eða kvöldmatur. Þeir taka því rólega og borða með fjölskyldu og vinum. En þegar maður er sífellt á hraðferð velur maður oftar óhollari kost, til dæmis einhvern skyndibita. 

Þær leggja áherslu á nautnina

Með því að njóta þess sem þú borðar verður þú fullnægður og ánægður. Þetta snýst bara um jafnvægi. Lykillinn er að njóta þess að borða næringarríkan mat en um leið leyfa þér að borða óhollt án þess að rífa þig niður. 

Þær ganga mikið

Þó svo að sífellt fleiri líkamsræktarstöðvar hafi opnað í París undanfarin ár er ganga enn þá vinsælasta líkamsrækt Frakka. Fáir eiga bíla og fólk ferðast um fótgangandi. 

Brigitte Trogneux er forsetafrú Frakklands.
Brigitte Trogneux er forsetafrú Frakklands. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál