„Hreyfing er mega þerapía fyrir mig“

Stella Rósenkranz hefur alltaf hreyft sig mikið.
Stella Rósenkranz hefur alltaf hreyft sig mikið. ljósmynd/Garðar Ólafsson

Hreyfing er stór hluti af lífi danskennarans og danshöfundarins Stellu Rósenkraz en auk þess að starfa sem deildastjóri í Dansstúdíói World Class er hún að undirbúa stórtónleika Páls Óskars sem fara fram í Laugardalshöllinni í september. 

Hvað gerir þú til að halda þér í formi?

Ég reyni að fara mikið í ræktina. Ekkert alla daga samt, ég tek þetta meira svona í syrpum. Ég hleyp mikið, það er svona mín hugleiðsla. Næ að slökkva aðeins á heilanum, endurhlaða batteríin, skipuleggja mig eða endurstilla fókusinn, það er misjafnt!

Hefur þú alltaf stundað líkamsrækt? 

Já, ég hef alltaf verið aktív og stundað íþróttir. Mamma fór með mig á fyrstu fimleikaæfinguna þegar ég var fimm ára. Ég held að ég hafi prófað að æfa flestar íþróttir sem krakki enda algjört íþróttanörd. Ég er það enn í dag, elska að fylgjast með íþróttum! Líkamsrækt kom svo á seinni árum, samhliða dansinum.

Ertu dugleg að hreyfa þig á sumrin og þegar þú ert í sumarfríi?

Já, ég er það. Það er svo stór partur af því sem ég geri, þ.e. minni vinnu. Dansinn er ekkert nema vöðvastjórnun og vöðvaminni, því betra formi sem ég er í, því betur dansa ég.

ljósmynd/Rakel Tómasdóttir

Hreyfirðu þig öðruvísi á sumrin en á veturna? 

Já, ég er miklu meira úti á sumrin af því að veðrið leyfir það. Hleyp og geng mikið úti með hundinn og svona. Mig langar alltaf í fjallgöngur, ég þarf að fara að bæta mig í því. Nenni því allt of sjaldan!

Hvað færðu út úr hreyfingu?

Hreyfing er mega þerapía fyrir mig. Fá smá útrás og á sama tíma að viðhalda sjálfri mér. Ég þarf að viðhalda mér mikið í styrk og liðleika út af dansinum svo þetta helst allt í hendur. Ég er yfirleitt mest skapandi þegar ég er einhvers staðar að hreyfa mig, þá koma oft bestu hugmyndirnar.

Hugsarðu vel um mataræðið? 

Ég hugsa mikið um holla næringu en ég vinn þannig vinnu að ég borða mikið á hlaupum. Þá næ ég ekki alltaf að borða það sem ég myndi helst vilja setja ofan í mig. Djúsarnir á Joe & The Juice bjarga mér þó alltaf með vítamínin þegar ég hef ekki skipulagt mataræðið nógu vel yfir daginn. En ég stefni á að verða betri í þessu  - þetta er allt að gerast hjá mér.

Hvað gerir þú til slaka á og gera vel við þig?

Ég ferðast mikið, bæði vinnutengt og til að slaka á. Það er oft best að komast í burtu að heiman. Ég fer mikið í nudd, verð að gera það til að vera í lagi líkamlega. Göngutúrar í Heiðmörk eru eitthvað sem ég get ekki sleppt. Heiðmörk hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu, þar sem ég er úr Garðabænum. Útivera gerir mjög mikið fyrir mig, ég er algjört náttúrubarn. Svo fer ég mikið í spa í World Class í Laugum, það er algjör töfralausn við öllu!

Eru einhverjir ósiðir sem þú þarf að venja þig af?

Já, ég þarf að fara fyrr að sofa á kvöldin. Ég er að vinna í því.

Stella Rósenkranz.
Stella Rósenkranz. ljósmynd/Rakel Tómasdóttir
mbl.is

Stjörnurnar hafa tjáð sig um fósturmissi

12:00 Fósturmissir er oft eitthvað sem fólk talar ekki mikið um en þó eru nokkrar stjörnur sem hafa tjáð sig málefnið og sagt frá sinni reynslu. Meira »

Breytir þegar maðurinn er ekki heima

09:00 Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, á undursamlega fallegt heimili í Kópavogi þar sem speglar og annað fínerí fær að njóta sín. Meira »

Morgunmatur á dag veldur þyngdartapi

06:00 Ef þig langar að losa þig við aukakílóin er lykillinn fólginn í því hversu stórar máltíðir þú borðar og hvenær þú borðar þær samkvæmt nýjustu rannsóknum. Meira »

Fyrrverandi kærastinn eftirsóttari

Í gær, 23:59 „Út á við er ég alltaf róleg, jafnvel þegar ég sé hann í sleik við einhverjar aðrar stelpur beint fyrir framan nefið á mér. En inni í mér er ég öskureið.“ Meira »

Arna Ýr aftur í fegurðarsamkeppni

Í gær, 21:00 Eftir að athugasemdir um holdafar hennar í Miss Grand International sátu í henni í nokkra mánuði hefur Arna Ýr ákveðið að taka aftur þátt í fegurðarsamkeppni í ár. Meira »

Ávanar nískra milljarðamæringa

Í gær, 18:00 Bill Gates lætur sér nægja að ganga með úr sem kostaði þúsundkall og Mark Zuckerberg keyrir um á þriggja milljóna króna Golf. Nægjusemin getur gert þig ríkan. Meira »

Breska konungsfjölskyldan alltaf í stíl

í gær Glöggir hafa tekið eftir því að breska konungsfjölskyldan hefur klæðst svipuðum litasamsetningum í opinberum heimsóknum sínum upp á síðkastið. Meira »

„Seinnipart dags breytist ég í sukkara“

Í gær, 15:00 Edda Björgvins hefur verið dugleg að stunda jóga upp á síðkastið sem hún segir það besta sem hún hefur gert fyrir sjálfa sig. Meira »

Öpp sem að halda þér í formi

í gær Nú til dags getur snjallsíminn hjálpað þér með nánast allt.  Meira »

Sérviskumataræði stjarnanna er slæmt

í gær Stjörnurnar er þekktar fyrir að fara öfgakenndar leiðir til þess að grennast. Næringarfræðingar segja aðferðir þeirra misgóðar. Meira »

Svona eru venjur orkumikils fólks

í fyrradag Samkvæmt rannsóknum eru fáir í heiminum sem vakna hressir og kátir á morgnana eftir góðan svefn. Flestir ganga í gegnum lífið þreyttir og lifa á kaffi og minningunni um að leggjast í hlýtt rúmið í lok dags. Meira »

Svona heldur J-Lo sér í formi

í fyrradag Þrotlausar æfingar og stíft mataræði er galdurinn á bak við útlit leik- og söngkonunnar Jennifer Lopez en hún segir það vera vinnu að halda sér í formi. Meira »

Fyrsta einkaflugvélin með blæju

í fyrradag Gleymið blæjubílnum, nú er hægt að fá sér blæju-einkaflugvél.   Meira »

Endalaus tækifæri á Instagram

23.7. Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars segir Instagram vera skrítinn stað. En Ása nær að samtvinna tvö af sínum aðaláhugamálum, ferðalög og ljósmyndir, á Instagram. Meira »

Teiknar stjörnurnar með augnskugga

23.7. Þessi 15 ára stelpa teiknar andlit stórstjarna á augnlokin sín með snyrtivörum.  Meira »

Fær 330 þúsund frá sykurmömmu

22.7. 27 ára karlmaður segir frá því hvernig það er að eiga eitt stykki sykurmömmu.   Meira »

Konan á bak við blómaskreytingar Beyoncé

í fyrradag Á báðum myndum Beyoncé er stórfengleg blómaskreyting fyrir aftan söngkonuna sem blómaskreytingakonan Sarah Lineberger hannaði. Meira »

Þegar gólfefni er valið

23.7. „Okkur hjónin greinir á um hvernig við högum gólfefnum á milli herbergja. Ég vil endilega halda í gamlan sjarma gólfefnanna með því að halda sem flestu en bara pússa upp parketið. Maðurinn minn aftur á móti vill helst flota allt og lakka.“ Meira »

Sjáið hús frægasta rappara heims

22.7. Hús rapparans sáluga, Tupac, er nú til sölu í Los Angeles fyrir tæplega 300 milljónir íslenskra króna.  Meira »

Hamingjusamt fólk á þetta sameiginlegt

22.7. Fólk sem er hamingjusamt kýs frekar að eiga frítíma í stað þess að eiga mikinn pening. En það er markmið flestra í lífinu að verða hamingjusamir. Meira »