„Hreyfing er mega þerapía fyrir mig“

Stella Rósenkranz hefur alltaf hreyft sig mikið.
Stella Rósenkranz hefur alltaf hreyft sig mikið. ljósmynd/Garðar Ólafsson

Hreyfing er stór hluti af lífi danskennarans og danshöfundarins Stellu Rósenkraz en auk þess að starfa sem deildastjóri í Dansstúdíói World Class er hún að undirbúa stórtónleika Páls Óskars sem fara fram í Laugardalshöllinni í september. 

Hvað gerir þú til að halda þér í formi?

Ég reyni að fara mikið í ræktina. Ekkert alla daga samt, ég tek þetta meira svona í syrpum. Ég hleyp mikið, það er svona mín hugleiðsla. Næ að slökkva aðeins á heilanum, endurhlaða batteríin, skipuleggja mig eða endurstilla fókusinn, það er misjafnt!

Hefur þú alltaf stundað líkamsrækt? 

Já, ég hef alltaf verið aktív og stundað íþróttir. Mamma fór með mig á fyrstu fimleikaæfinguna þegar ég var fimm ára. Ég held að ég hafi prófað að æfa flestar íþróttir sem krakki enda algjört íþróttanörd. Ég er það enn í dag, elska að fylgjast með íþróttum! Líkamsrækt kom svo á seinni árum, samhliða dansinum.

Ertu dugleg að hreyfa þig á sumrin og þegar þú ert í sumarfríi?

Já, ég er það. Það er svo stór partur af því sem ég geri, þ.e. minni vinnu. Dansinn er ekkert nema vöðvastjórnun og vöðvaminni, því betra formi sem ég er í, því betur dansa ég.

ljósmynd/Rakel Tómasdóttir

Hreyfirðu þig öðruvísi á sumrin en á veturna? 

Já, ég er miklu meira úti á sumrin af því að veðrið leyfir það. Hleyp og geng mikið úti með hundinn og svona. Mig langar alltaf í fjallgöngur, ég þarf að fara að bæta mig í því. Nenni því allt of sjaldan!

Hvað færðu út úr hreyfingu?

Hreyfing er mega þerapía fyrir mig. Fá smá útrás og á sama tíma að viðhalda sjálfri mér. Ég þarf að viðhalda mér mikið í styrk og liðleika út af dansinum svo þetta helst allt í hendur. Ég er yfirleitt mest skapandi þegar ég er einhvers staðar að hreyfa mig, þá koma oft bestu hugmyndirnar.

Hugsarðu vel um mataræðið? 

Ég hugsa mikið um holla næringu en ég vinn þannig vinnu að ég borða mikið á hlaupum. Þá næ ég ekki alltaf að borða það sem ég myndi helst vilja setja ofan í mig. Djúsarnir á Joe & The Juice bjarga mér þó alltaf með vítamínin þegar ég hef ekki skipulagt mataræðið nógu vel yfir daginn. En ég stefni á að verða betri í þessu  - þetta er allt að gerast hjá mér.

Hvað gerir þú til slaka á og gera vel við þig?

Ég ferðast mikið, bæði vinnutengt og til að slaka á. Það er oft best að komast í burtu að heiman. Ég fer mikið í nudd, verð að gera það til að vera í lagi líkamlega. Göngutúrar í Heiðmörk eru eitthvað sem ég get ekki sleppt. Heiðmörk hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu, þar sem ég er úr Garðabænum. Útivera gerir mjög mikið fyrir mig, ég er algjört náttúrubarn. Svo fer ég mikið í spa í World Class í Laugum, það er algjör töfralausn við öllu!

Eru einhverjir ósiðir sem þú þarf að venja þig af?

Já, ég þarf að fara fyrr að sofa á kvöldin. Ég er að vinna í því.

Stella Rósenkranz.
Stella Rósenkranz. ljósmynd/Rakel Tómasdóttir
mbl.is

Lærðu að þekkja dulnefni sykurs

Í gær, 23:59 „Í tilefni af átakinu Sykurlaus september, datt mér í hug að skrifa smá um sykur og þau ótal dulnefni sem hann er falinn undir. Auðvitað hafa margar greinar verið skrifaðar um sykur og áhrif hans á líkama okkar, svo og um það hversu háan sykurstuðul tiltekin sætuefni hafa.“ Meira »

Heiðrún og Hjörvar eiga von á barni

Í gær, 21:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Hjörvar Hafliðason eiga von á barni. Hún er komi 20 vikur á leið. Parið tilkynnti um óléttuna á Instragram. Meira »

Ertu að koma í veg fyrir svitalyktina rétt?

Í gær, 18:00 Það er fastur liður hjá mörgum að setja á sig svitalyktareyði áður en farið er út úr húsi á morgnana. Það er tóm vitleysa ef notaður er svitalyktareyðir sem vinnur að því að koma í veg fyrir svita. Meira »

Nauðsynlegt að vera með mottur á gólfum

Í gær, 15:00 Mottur hafa gengið í endurnýjun lífdaga síðustu árin. Nú þykir fólk ekki vera með á nótunum ef það er ekki með mottur í stofunni, eldhúsinu eða jafnvel á baðherberginu. Meira »

Með fjársjóð af mögnuðum fæðingarsögum

Í gær, 12:00 Auður Bjarnadóttir hefur kennt meðgöngujóga í heil 17 ár, en sjálf kynntist hún því þegar hún gekk með yngsta son sinn. Auður hafði þá nýlokið jógakennaranámi og var búsett í Bandaríkjunum. Meira »

Æfir sex daga vikunnar

Í gær, 09:00 Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og fitness-drottning, segir að það skipti hana miklu máli að vera í góðu formi. Hún æfir sex daga vikunnar og gætir þess vel að hafa aldrei nammidaga marga daga í röð. Meira »

Börn fá gáfurnar frá mæðrum sínum

í fyrradag Konur sem vilja eignast gáfuð börn þurfa ekki endilega að bíða eftir skarpasta hnífnum í skúffunni.   Meira »

Kokkur Miröndu Kerr segir frá

Í gær, 06:00 Þó svo að Miranda Kerra reyni að halda sig í hollustunni finnst henni gott að fá sér súkkulaðiköku af og til.   Meira »

Erfitt að vera í opnu sambandi

í fyrradag „Maki minn hefur fengið aukinn áhuga á fjölkvæni og mér finnst það spennandi. Þegar hún stundar kynlíf með einhverjum öðrum finnst mér það oft mjög sérstakt og ástríkt þegar við erum saman aftur.“ Meira »

Heldur fram hjá með mismunandi mönnum

í fyrradag „Í fimm ár höfum við ekki bara sofið hvort í sínu rúminu heldur höfum við verið með hvort sitt herbergið. Þetta var mitt val, ég er hætt að laðast að honum kynferðislega.“ Meira »

Þetta ættirðu ekki að kaupa segja hönnuðir

í fyrradag Þú ættir ef til vill að hugsa þig tvisvar um áður en þú kaupir sérhönnuð barnahúsgögn eða heilt sófasett.   Meira »

Borðaði af sér 50 kíló

í fyrradag „Heilsan var orðin svo slæm að ég var orðin öryrki. Ég var komin á botninn heilsufarslega séð og hafði engu að tapa.“  Meira »

Svakalegt skvísuteiti hjá Thelmu

í fyrradag Thelma Dögg Guðmundsen opnaði vefinn gudmundsen.is í vikunni. Það varð ekki þverfótað fyrir skvísum í boðinu eins og sést á myndunum. Meira »

Þetta er meðallengd kynlífs

22.9. Það er ekki endilega þannig að allir aðrir stundi lengra og meira kynlíf en þú. Segja má að flestir stundi kynlíf í frekar stuttan tíma. Meira »

Náttúruleg efni fá að njóta sín

22.9. Hér gefur að líta einstaklega fallegt hús þar sem náttúruleg efni fá að njóta sín og kallast skemmtilega á við litrík húsgögn. Meira »

Kolsvört sykurskýrsla

22.9. „Þorgrímur Þráinsson náði frábærum árangri á sínum tíma þegar hann gekk vasklega fram gegn reykingum landsmanna. Auglýsingar og áróður gegn sígaréttum voru beinskeyttar og kannski þótti mörgum vera alið á hræðsluáróðri en nú vitum við að sígarettureykingar eru alveg jafn hræðilegar og haldið var fram.“ Meira »

Þreytt börn sýna allt önnur einkenni

í fyrradag Sálfræðingurinn Erla Björnsdóttir er sérfróð um svefnvandamál, en í ár gaf hún út fræðsluritið Svefn. Að auki er Erla fjögurra barna móðir og hefur því einu sinni eða tvisvar þurft að eiga við börn sem vilja alls ekki fara í bólið. Meira »

Þegar milljarðamæringur giftir sig

22.9. Þegar einstaklingur sem hugsar um að hafa myndir fullkomnar giftist syni rússnesks milljarðamærings enda skreytingarnar með ósköpum. Meira »

„Ég var alveg í ruglinu“

22.9. Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson stýrir þættinum Turninn á K100. Í þættinum opnaði hann sig upp á gátt en hann hefur barist við kvíða um langt skeið. Í þessu hljóðbroti segir Ólafur Darri frá því hvernig hann náði tökum á kvíðanum. Meira »

Megrunarhlé besta megrunin

22.9. Ef megrunin sem þú ert í er ekki að virka gæti það verið vegna þess að þú ert ekki að taka þér frí frá megruninni.   Meira »