„Hreyfing er mega þerapía fyrir mig“

Stella Rósenkranz hefur alltaf hreyft sig mikið.
Stella Rósenkranz hefur alltaf hreyft sig mikið. ljósmynd/Garðar Ólafsson

Hreyfing er stór hluti af lífi danskennarans og danshöfundarins Stellu Rósenkraz en auk þess að starfa sem deildastjóri í Dansstúdíói World Class er hún að undirbúa stórtónleika Páls Óskars sem fara fram í Laugardalshöllinni í september. 

Hvað gerir þú til að halda þér í formi?

Ég reyni að fara mikið í ræktina. Ekkert alla daga samt, ég tek þetta meira svona í syrpum. Ég hleyp mikið, það er svona mín hugleiðsla. Næ að slökkva aðeins á heilanum, endurhlaða batteríin, skipuleggja mig eða endurstilla fókusinn, það er misjafnt!

Hefur þú alltaf stundað líkamsrækt? 

Já, ég hef alltaf verið aktív og stundað íþróttir. Mamma fór með mig á fyrstu fimleikaæfinguna þegar ég var fimm ára. Ég held að ég hafi prófað að æfa flestar íþróttir sem krakki enda algjört íþróttanörd. Ég er það enn í dag, elska að fylgjast með íþróttum! Líkamsrækt kom svo á seinni árum, samhliða dansinum.

Ertu dugleg að hreyfa þig á sumrin og þegar þú ert í sumarfríi?

Já, ég er það. Það er svo stór partur af því sem ég geri, þ.e. minni vinnu. Dansinn er ekkert nema vöðvastjórnun og vöðvaminni, því betra formi sem ég er í, því betur dansa ég.

ljósmynd/Rakel Tómasdóttir

Hreyfirðu þig öðruvísi á sumrin en á veturna? 

Já, ég er miklu meira úti á sumrin af því að veðrið leyfir það. Hleyp og geng mikið úti með hundinn og svona. Mig langar alltaf í fjallgöngur, ég þarf að fara að bæta mig í því. Nenni því allt of sjaldan!

Hvað færðu út úr hreyfingu?

Hreyfing er mega þerapía fyrir mig. Fá smá útrás og á sama tíma að viðhalda sjálfri mér. Ég þarf að viðhalda mér mikið í styrk og liðleika út af dansinum svo þetta helst allt í hendur. Ég er yfirleitt mest skapandi þegar ég er einhvers staðar að hreyfa mig, þá koma oft bestu hugmyndirnar.

Hugsarðu vel um mataræðið? 

Ég hugsa mikið um holla næringu en ég vinn þannig vinnu að ég borða mikið á hlaupum. Þá næ ég ekki alltaf að borða það sem ég myndi helst vilja setja ofan í mig. Djúsarnir á Joe & The Juice bjarga mér þó alltaf með vítamínin þegar ég hef ekki skipulagt mataræðið nógu vel yfir daginn. En ég stefni á að verða betri í þessu  - þetta er allt að gerast hjá mér.

Hvað gerir þú til slaka á og gera vel við þig?

Ég ferðast mikið, bæði vinnutengt og til að slaka á. Það er oft best að komast í burtu að heiman. Ég fer mikið í nudd, verð að gera það til að vera í lagi líkamlega. Göngutúrar í Heiðmörk eru eitthvað sem ég get ekki sleppt. Heiðmörk hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu, þar sem ég er úr Garðabænum. Útivera gerir mjög mikið fyrir mig, ég er algjört náttúrubarn. Svo fer ég mikið í spa í World Class í Laugum, það er algjör töfralausn við öllu!

Eru einhverjir ósiðir sem þú þarf að venja þig af?

Já, ég þarf að fara fyrr að sofa á kvöldin. Ég er að vinna í því.

Stella Rósenkranz.
Stella Rósenkranz. ljósmynd/Rakel Tómasdóttir
mbl.is

Hætt að fækka fötum fyrir hvað sem er

Í gær, 23:00 Ofurfyrirsætan Adriana Lima er loksins búin að átta sig á því, eftir 20 ár í bransanum, að sú ímynd sem hún stendur fyrir hefur skaðleg áhrif á margar konur. Meira »

Dregur Birgitta fram Írafárs-fötin?

Í gær, 20:00 Beðið er eftir því með eftirvæntingu hvort Birgitta Haukdal dragi fram netagrifflurnar, hattana, loðstígvéin og skelli sér í ljós og strípur fyrir afmælistónleika Írafárs næsta sumar. Eins sjá má á myndum Morgunblaðsins var Birgitta með einstakan fatastíl. Meira »

Stal hárstílnum frá Leonardo DiCaprio

Í gær, 17:00 Kate Hudson er glæsileg með stuttklippt hárið og fer ótroðnar leiðir í leit að innblæstri. Það er ekki svo slæm hugmynd að leita eftir drengjakollsinnblæstri frá drengslegum Leonardo DiCaprio. Meira »

Snapchat-stjarnan Camy með tónleika

Í gær, 14:01 Camilla Rut er ekki bara hress á Snapchat heldur líka hæfileikarík söngkona. Camilla, sem er mikið jólabarn og finnst ómissandi að eiga góð náttföt á jólunum, ætlar að halda jólatónleika með eiginmanni sínum. Meira »

Skúli mætti með Grímu

Í gær, 11:20 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, var kjörinn markaðsmaður ársins 2017 hjá ÍMARK. Hann mætti með kærustu sína, Grímu Thorarensen. Meira »

Silfrað í lok ársins

Í gær, 09:00 Stjörnurnar mættu í silfruðu á frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Silfraði liturinn hæfir bæði efnistökum myndarinnar sem og árstímanum. Meira »

64 ára með tískublogg ársins

í fyrradag Lyn Slater er kannski komin á sjötugsaldurinn en hún er á hátindi fyrirsætuferils síns. Slater sem er háskólaprófessor sló í gegn á árinu 2017 fyrir flottan og töffaralegan stíl. Meira »

Elskar kærustuna en langar í trekant

í fyrradag „Hún er falleg og við stundum gott kynlíf. Ég er þó líka hrifinn af vinkonu hennar, sem lifir frjálslegu lífi. Ég get ekki hætt að hugsa um trekant og aðra afbrigðilega leiki.“ Meira »

Hárskrautið toppar jólahárið

í fyrradag Hugrún Harðardóttir, hárgreiðslumeistari á Barbarella, er komin í hátíðarskap og segir að jólahártískan einkennist af miklum glamúr og að hárskraut hafi aldrei verið vinsælla. Meira »

Tveggja hæða penthouse í 101

í fyrradag Hvern dreymir ekki um tveggja hæða penthouse-íbúð á besta stað í 101 Reykjavík með útsýni út á sjó? Ef þú ert einn af þeim þá er þessi 121 fm íbúð við Klapparstíg 7 tilvalin fyrir þig. Meira »

Hlýlegt og nýmóðins í Kópavogi

í fyrradag Við Ásaþing í Kópavogi stendur ákaflega huggulegt 257 fm raðhús á tveimur hæðum. Raðhúsið er með innbyggðum bílskúr og stendur á fallegum útsýnisstað. Björgvin Sæbjörnsson, arkitekt á arkitektastofunni Apparat, hannaði húsið að utan og innan. Meira »

Þegar lífið var „fullkomið“

í fyrradag „Ég var áður fyrr ein af þessum brjálæðislega flottu húsmæðrum sem sá um að ekkert væri óhreint á heimili mínu fyrir jólin… silfrið var pússað, gluggar þvegnir og Guð forðaði mér iðulega frá því að skáparnir, ísskápurinn og ofninn urðu ekki út undan í þessari árlegu hreingerningu.“ Meira »

Heimsins flottasta hönnunarteiti

11.12. Það var glatt á hjalla á Skólavörðustígnum þegar Geysir svipti hulunni af glænýrri verslun sem sérhæfir sig í heimilisvöru. Geysir heima á Skólavörðustíg er svo sannarlega verslun fyrir fagurkera. Meira »

Pólitísk plott og átök

11.12. Það var glatt á hjalla þegar Björn Jón Bragason fagnaði útkomu bókar sinnar, Í liði forsætisráðherrans eða ekki? í Máli og menningu á Laugavegi. Bókin fjallar um pólitísk plott og hvað gerist að tjaldabaki í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi frá aldamótum. Meira »

Í 140 þúsund króna sokkum

11.12. Sokkar eru ekki bara sokkar, Gucci-sokkarnir sem söngkonan Rihanna klæddist á dögunum kosta meira en ársbirgðir af sokkum.   Meira »

Arnar Gauti verður listrænn stjórnandi

11.12. Arnar Gauti Sverrisson hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi heimilissýningarinnar Lifandi heimili og hönnun sem fram fer í Laugardalshöll 1.-3. júní 2018. Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra undir nafninu Amazing home show en breyttu nafni fylgja breyttar áherslur. Meira »

Þráir að komast á hundasleða

11.12. Þorbjörn Sigurbjörnsson, kennari og þriggja barna faðir í Kópavogi, ákvað að venja sig á að segja alltaf já, ekki nei, þegar hann var beðinn um eitthvað. Meira »

Svona bjó Meghan þegar hún kynntist Harry

11.12. Áður en að Meghan Markle flutti í lítið hús við Kensington-höll bjó hún í leiguhúsnæði í Toronto. Húsið er kannski ekki mjög stórt en þó feiki nógu stórt fyrir þau Meghan, hundana hennar og Harry þegar hann kíkti í heimsókn. Meira »

Þetta er Pantone litur 2018

11.12. Hönnunarþyrstir einstaklingar eru yfirleitt í stuði á þessum árstíma þegar nýr Pantone litur er kynntur. Litur ársins 2018 er Ultra Violet eða Útfjólublár og ber litaheitið PANTONE 18-3838. Meira »

Framhjáhaldið hófst í hádegismatnum

11.12. „Hann sótti mig og við keyrðum á sveitahótel þar sem við borðuðum yndislega máltíð. Hann fór frá borðinu og bókaði herbergi. Við vissum bæði hvað við vildum.“ Meira »