Treyjur Gylfa boðnar upp fyrir Darra litla

Gamlir skólafélagar föður Darra ætla að leggja fjölskyldunni lið með …
Gamlir skólafélagar föður Darra ætla að leggja fjölskyldunni lið með því að halda skemmtikvöld.

Gamlir skólafélagar föður Darra Magnússonar ætla að fagna 20 ára útskriftarafmæli úr Foldaskóla með styrktarkvöldi fyrir Darra og fjölskyldu hans en Darri glímir við bráðahvítblæði í mergfrumum. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur meðal annars gefið tvær treyjur.

Darri sem er einungis eins og hálfs árs hefur þurft að dvelja um hálfa ævina á spítala að sögn Valgarðs Finnbogasonar, eins skipuleggjenda kvöldsins. Foreldrar hans hafa því orðið fyrir töluverðu tekjutapi þar sem þeir hafa þurft að dvelja mikið á spítalanum. „Við erum að hjálpa þeim að takast á við allan þennan sjúkrakostnað og tekjutap sem þau hafa orðið fyrir. Og vonum að þetta hjálpi þeim að minnka áhyggjurnar af því, að minnsta kosti tímabundið,“ segir Valgarður en foreldrar Darra eiga fyrir 7 ára dóttur.

Darri hefur þurft að dvelja mikið á Landspítalanum.
Darri hefur þurft að dvelja mikið á Landspítalanum.

Valgarður hefur verið á fullu að undirbúa kvöldið en hann segir að hugmyndin hafi komið rétt eftir að undirbúningur fyrir endurfundi skólafélaganna hófst. Á sama tíma og Valgarður fann fyrir því að áhugi fyrir endurfundum var eitthvað dræmur frétti hann af því að Magnús Reynisson, gamall skólafélagi hans, ætti ungan son með bráðahvítablæði og fjölskyldan væri meira og minna inni á spítala alla daga.

Valgarður og félagar ákváðu því að láta gott af sér leiða vegna tímamótanna og ætla að halda skemmtikvöld á Gullöldinni í Grafarvoginum á föstudaginn, 28. júlí, klukkan 20.00. Opið er fyrir alla sem vilja skemmta sér og styrkja fjölskylduna í leiðinni. Valgarður segir að viðburðurinn hafi fengið frábærar undirtektir og nýir vinningar alltaf að bætast við.

„Frá og með síðustu viku byrjaði að koma mikill áhugi og fleiri vinningar fyrir happdrættið og meðal fyrstu vinninganna sem við fengum voru tvær áritaðar treyjur frá Gylfa Þór Sigurðssyni. Gylfi var tilbúinn að gefa treyjur í styrktarsöfnunina. Við fengum meira að segja tvær treyjur,“ segir Valgarður en önnur treyjan er á uppboði fram á föstudagskvöld á Facebook síðunni, en hin verður í happdrættinu.

Hér má sjá viðburðinn á Facebook. 

Gylfi gaf tvær áritaðar treyjur.
Gylfi gaf tvær áritaðar treyjur. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál