Hættu að gera þetta ef þú vilt léttast

mbl.is

Það getur verið erfitt að venja sig af ávönum, sérstaklega þegar það kemur að mat. Sumir geta ekki borðað banana án hnetusmjörs og aðrir verða alltaf að borða hádegismat á sama tíma, en það er allt venjulegt.

Þó svo að sumar venjur séu meinlausar eru aðrar sem að hindra allar tilraunir þínar til þess að léttast um nokkur kíló samkvæmt næringarfræðingnum Jessica Cording.  

Ef að þú ert að leitast eftir því að léttast en vilt ekki umturna lífinu þínu gjörsamlega skaltu skoða þessa átta slæmu ávana. 

Þú færð þér vínglas á hverjum degi.

Þrátt fyrir það að smá vín á hverjum degi sé gott fyrir heilsuna eru sumir sem að fá sér of mikið þegar þeir eru heima hjá sér. Því miður þá er vín kaloríuríkt og eykur matarlystina sem að lætur þig borða meir en þú myndir annars gera. Góðu fréttirnar eru þær að minnka víndrykkju aðeins getur verið mjög áhrifaríkt fyrir þyngdartap.   

Þú sleppir máltíðum.

Stundum er maður svakalega upptekinn og gleymir hreinlega að borða, það er alveg skiljanlegt. Hinsvegar hefur það mjög slæm áhrif á þyngdartap þar sem að maður er oftast svo svangur þegar maður loksins borðar að maður endar á því að oféta.

Þú færð þér sykur og mjólk í kaffið.

Mjólk og sykur bragðbætir kaffið vissulega, en mörgum hættir til að fá sér aðeins of mikið. Ef það er ekki séns fyrir þig að sleppa alveg sykri og mjólk út í kaffið skaltu reyna að minnka það aðeins og sjá hvað gerist. Fólk þráir gjarnan sykur mun minna eftir að hafa minnkað sykurát í smá tíma.

Þú færð þér alltaf sykraðan eftirrétt.

Það er svo létt að venja sig á það að fá sér alltaf eitthvað sætt eftir matinn en að fá sér eftirrétt á hverjum degi getur hamlað þyngdartapi. Oft stafar þessi eftirréttarþrá af því að þér vanti bara eitthvað annað bragð í munninn eftir máltíðina. Cording ráðleggur fólki að fá sér tyggjó eða mintu eftir matinn í staðin.

Þú borðar of stórar máltíðir.

Samkvæmt Cording eru margir sem að borða alltof stórar máltíðir án þess að vita það, sérstaklega þegar það kemur að pasta, hrísgrjónum og kjöti. Ef að þú borðar reglulega meira en þú heldur er mjög auðvelt að borða yfir sig og þess vegna þyngjast. 

Þú borðar tilfinningar þínar.

Það er freistandi að grípa í eitthvað þegar þér líður illa en það er ekki gott til lengdar. Ef að eina leiðin til þess að losna við streitu er að borða muntu þyngjast samkvæmt Cording. Hún mælir með því að fólk fái sér frekar gulrætur. 

Þú sefur ekki nóg.

Það getur verið erfitt að fara snemma að sofa á hverju kvöldi en ef þú vakir lengi fram eftir öll kvöld þá mun það hafa neikvæð áhrif á getu þína til þess að léttast. 

Þú borðar seint á kvöldin.

Oftast er fólk ekkert svangt á kvöldin. En ef þú venur þig á það að borða seint munt þú þyngjast með tímanum. Líkaminn þinn brennir ekki þessum auka kaloríum yfir nóttina eins vel og hann brennir þeim yfir daginn. Að hætta þessum ávana alveg getur skipt sköpum í því að losna við aukakílóin

Gott er að fara snemma að sofa á kvöldin.
Gott er að fara snemma að sofa á kvöldin. Mbl.is/Getty images
mbl.is

Nóttin í Elvis-húsi kostar 425 þúsund

Í gær, 23:54 Þeir sem vilja prófa að sofa eins og kóngar geta leigt fyrrum íbúð Elvis Presley. Nóttin kostar 425 þúsund en gestir þurfa að leigja íbúðina út í að minnsta kosti fimm nætur. Meira »

Myndir þú leigja þessa fyrir fimm milljónir?

Í gær, 18:00 Efst á toppi skýjakljúfs í New York er undursamleg íbúð til leigu sem kostar tæplega fimm milljónir á mánuði.  Meira »

Hártrix sem þú mátt ekki missa af

Í gær, 16:25 Jen Atkin sér um hárið á stjörnum eins og Kim Kardahsian og Kendall Jenner. En hún upplýsti nýverið að það eru ekki bara hárlengingar sem láta hár þeirra líta út fyrir að vera þykkari og mikið. Meira »

10 hlutir sem lærast með tímanum

Í gær, 13:25 „Mestum hluta ævinnar verjum við í að eltast við fölsk markmið og að tigna falskar fyrirmyndir. Daginn sem við hættum því, má segja að líf okkar hefjist í raun og veru.“ Meira »

Ráðherra gekk í hjónaband í gær

Í gær, 10:25 Ráðherrann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Hjalti Sigvaldason Mogensen gengu í hjónaband í gær í Akraneskirkju.   Meira »

Ein óholl máltíð skemmir ekki árangur

Í gær, 09:00 Ef þú ert að vinna hörðum höndum að því að koma þér í form mun einn dagur af óhollustu ekki skemma framfarir þínar samkvæmt heilsubloggaranum Anna Victoria. Meira »

Reyndi að mjólka brjóstin í miðjum klíðum

í fyrradag Fólk tekur upp á ýmsu þegar leikar standa sem hæst. Eitt sinn reyndi gamall starfsmaður á mjólkurbýli að mjólka bólfélaga sinn. Meira »

100 ára bleikum kofa breytt í nútímahöll

Í gær, 06:00 Í litlu hverfi í Los Angeles stendur lítill bleikur kofi sem var byggður fyrir næstum 100 árum. Mexí­kanska arkitektúrsstofan Productora fékk það verkefni í hendurnar að gera kofann upp fyrir núverandi íbúa þess. Meira »

„Appelsínuhúð er skraut líkamans“

í fyrradag Einkaþjálfarinn Jessi Kneeland hefur unnið hörðum höndum upp á síðkastið að hjálpa konum að sætta sig við líkama sína og fagna þeim. Meira »

Lífrænar megrunartöflur vekja athygli

í fyrradag Ert þú til í að gera hvað sem er til að grennast? Ef svo er skaltu halda áfram að lesa, þessi lestur er nefnilega ekki fyrir viðkvæma. Meira »

Aniston verður kófsveitt af þessari æfingu

í fyrradag Leikkonan Jennifer Aniston segir frá mjög einföldu hlaupaprógrammi sem hún gerir það er mikið að gera hjá henni og hún hefur minni tíma til að æfa. Meira »

Sjaldnast með flatan maga

í fyrradag Madalin Giorgetta birti mynd af sér sem sýnir að hún er sjaldnast með flatan maga þó svo að hún birti reglulega myndir sem sýni annað. Meira »

„Krakkar kölluðu mig belju og bauluðu“

í fyrradag Fyrirsætan Winnie Harlow hvetur fólk til þess að fagna fegurð sinni. Sjálf segist hún ekki mæla fegurð sína eftir skoðunum annara. En Harlow er með skjallblettasjúkdóm. Meira »

Þessir verða í Reykjavíkurmaraþoninu

18.8. Ótrúlegur fjöldi fólks mun hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Snapchat-stjörnur jafnt sem stjörnulögfræðingar munu reima á sig skóna á menningarnótt. Meira »

Leggja sig fram við að gefa ljótar gjafir

18.8. Í 21 ár hafa tvær systur og eiginmenn þeirra skipst á að gefa hvort örðu ljótar gjafir þegar þau koma heim frá útlöndum. Fáir hafa séð safnið en á Menningarnótt ætla þau að halda sýningu þar sem fólki gefst kostur á að skoða ljóta hluti. Meira »

Birtist óvænt í vinsælli hönnunarbók

18.8. Innanhúsarkitektinum Elínu Þorsteinsdóttur brá heldur betur í brún þegar myndir af íbúðahóteli sem hún hannaði blöstu við henni á síðum hönnunarbókar eins stærsta húsgagnaframleiðanda í Evrópu Meira »

Gullið tekur völdin inni á heimilinu

í fyrradag Finnst þér gull inni á heimilinu vera eingöngu fyrir eldri frúr og furðufugla? Ef svo er skaltu halda áfram að lesa. Gullið er það sem mun gefa öllum heimilum meiri glamúr í vetur. Meira »

Auddi og Eiður Smári í góðri sveiflu

18.8. Auðunn Blöndal og Eiður Smári voru í miklu stuði í Golfmótinu MercedesTrophy. Síðar um kvöldið héldu þeir uppi stuðinu á Petersen svítunni. Meira »

Herra H&M á leið til Íslands

18.8. Framkvæmdastjóri H&M, Karl-Johan Persson mun mæta á opnun H&M í Smáralind 26. ágúst. Hann er milljarðamæringur og barnabarn, hann tók við starfinu 2009. Meira »

Brjóstahandklæði sem eru að gera allt tryllt

18.8. Erin Robertson hætti ekki að svitna undir brjóstunum þegar hún var að gera sig til fyrir stefnumót. Þegar hún fann enga nógu góða lausn við vandamálinu fékk hún sjálf þá stórgóðu hugmynd að hanna brjóstahandklæði. Meira »