Hættu að gera þetta ef þú vilt léttast

mbl.is

Það getur verið erfitt að venja sig af ávönum, sérstaklega þegar það kemur að mat. Sumir geta ekki borðað banana án hnetusmjörs og aðrir verða alltaf að borða hádegismat á sama tíma, en það er allt venjulegt.

Þó svo að sumar venjur séu meinlausar eru aðrar sem að hindra allar tilraunir þínar til þess að léttast um nokkur kíló samkvæmt næringarfræðingnum Jessica Cording.  

Ef að þú ert að leitast eftir því að léttast en vilt ekki umturna lífinu þínu gjörsamlega skaltu skoða þessa átta slæmu ávana. 

Þú færð þér vínglas á hverjum degi.

Þrátt fyrir það að smá vín á hverjum degi sé gott fyrir heilsuna eru sumir sem að fá sér of mikið þegar þeir eru heima hjá sér. Því miður þá er vín kaloríuríkt og eykur matarlystina sem að lætur þig borða meir en þú myndir annars gera. Góðu fréttirnar eru þær að minnka víndrykkju aðeins getur verið mjög áhrifaríkt fyrir þyngdartap.   

Þú sleppir máltíðum.

Stundum er maður svakalega upptekinn og gleymir hreinlega að borða, það er alveg skiljanlegt. Hinsvegar hefur það mjög slæm áhrif á þyngdartap þar sem að maður er oftast svo svangur þegar maður loksins borðar að maður endar á því að oféta.

Þú færð þér sykur og mjólk í kaffið.

Mjólk og sykur bragðbætir kaffið vissulega, en mörgum hættir til að fá sér aðeins of mikið. Ef það er ekki séns fyrir þig að sleppa alveg sykri og mjólk út í kaffið skaltu reyna að minnka það aðeins og sjá hvað gerist. Fólk þráir gjarnan sykur mun minna eftir að hafa minnkað sykurát í smá tíma.

Þú færð þér alltaf sykraðan eftirrétt.

Það er svo létt að venja sig á það að fá sér alltaf eitthvað sætt eftir matinn en að fá sér eftirrétt á hverjum degi getur hamlað þyngdartapi. Oft stafar þessi eftirréttarþrá af því að þér vanti bara eitthvað annað bragð í munninn eftir máltíðina. Cording ráðleggur fólki að fá sér tyggjó eða mintu eftir matinn í staðin.

Þú borðar of stórar máltíðir.

Samkvæmt Cording eru margir sem að borða alltof stórar máltíðir án þess að vita það, sérstaklega þegar það kemur að pasta, hrísgrjónum og kjöti. Ef að þú borðar reglulega meira en þú heldur er mjög auðvelt að borða yfir sig og þess vegna þyngjast. 

Þú borðar tilfinningar þínar.

Það er freistandi að grípa í eitthvað þegar þér líður illa en það er ekki gott til lengdar. Ef að eina leiðin til þess að losna við streitu er að borða muntu þyngjast samkvæmt Cording. Hún mælir með því að fólk fái sér frekar gulrætur. 

Þú sefur ekki nóg.

Það getur verið erfitt að fara snemma að sofa á hverju kvöldi en ef þú vakir lengi fram eftir öll kvöld þá mun það hafa neikvæð áhrif á getu þína til þess að léttast. 

Þú borðar seint á kvöldin.

Oftast er fólk ekkert svangt á kvöldin. En ef þú venur þig á það að borða seint munt þú þyngjast með tímanum. Líkaminn þinn brennir ekki þessum auka kaloríum yfir nóttina eins vel og hann brennir þeim yfir daginn. Að hætta þessum ávana alveg getur skipt sköpum í því að losna við aukakílóin

Gott er að fara snemma að sofa á kvöldin.
Gott er að fara snemma að sofa á kvöldin. Mbl.is/Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál