Hættu að gera þetta ef þú vilt léttast

mbl.is

Það getur verið erfitt að venja sig af ávönum, sérstaklega þegar það kemur að mat. Sumir geta ekki borðað banana án hnetusmjörs og aðrir verða alltaf að borða hádegismat á sama tíma, en það er allt venjulegt.

Þó svo að sumar venjur séu meinlausar eru aðrar sem að hindra allar tilraunir þínar til þess að léttast um nokkur kíló samkvæmt næringarfræðingnum Jessica Cording.  

Ef að þú ert að leitast eftir því að léttast en vilt ekki umturna lífinu þínu gjörsamlega skaltu skoða þessa átta slæmu ávana. 

Þú færð þér vínglas á hverjum degi.

Þrátt fyrir það að smá vín á hverjum degi sé gott fyrir heilsuna eru sumir sem að fá sér of mikið þegar þeir eru heima hjá sér. Því miður þá er vín kaloríuríkt og eykur matarlystina sem að lætur þig borða meir en þú myndir annars gera. Góðu fréttirnar eru þær að minnka víndrykkju aðeins getur verið mjög áhrifaríkt fyrir þyngdartap.   

Þú sleppir máltíðum.

Stundum er maður svakalega upptekinn og gleymir hreinlega að borða, það er alveg skiljanlegt. Hinsvegar hefur það mjög slæm áhrif á þyngdartap þar sem að maður er oftast svo svangur þegar maður loksins borðar að maður endar á því að oféta.

Þú færð þér sykur og mjólk í kaffið.

Mjólk og sykur bragðbætir kaffið vissulega, en mörgum hættir til að fá sér aðeins of mikið. Ef það er ekki séns fyrir þig að sleppa alveg sykri og mjólk út í kaffið skaltu reyna að minnka það aðeins og sjá hvað gerist. Fólk þráir gjarnan sykur mun minna eftir að hafa minnkað sykurát í smá tíma.

Þú færð þér alltaf sykraðan eftirrétt.

Það er svo létt að venja sig á það að fá sér alltaf eitthvað sætt eftir matinn en að fá sér eftirrétt á hverjum degi getur hamlað þyngdartapi. Oft stafar þessi eftirréttarþrá af því að þér vanti bara eitthvað annað bragð í munninn eftir máltíðina. Cording ráðleggur fólki að fá sér tyggjó eða mintu eftir matinn í staðin.

Þú borðar of stórar máltíðir.

Samkvæmt Cording eru margir sem að borða alltof stórar máltíðir án þess að vita það, sérstaklega þegar það kemur að pasta, hrísgrjónum og kjöti. Ef að þú borðar reglulega meira en þú heldur er mjög auðvelt að borða yfir sig og þess vegna þyngjast. 

Þú borðar tilfinningar þínar.

Það er freistandi að grípa í eitthvað þegar þér líður illa en það er ekki gott til lengdar. Ef að eina leiðin til þess að losna við streitu er að borða muntu þyngjast samkvæmt Cording. Hún mælir með því að fólk fái sér frekar gulrætur. 

Þú sefur ekki nóg.

Það getur verið erfitt að fara snemma að sofa á hverju kvöldi en ef þú vakir lengi fram eftir öll kvöld þá mun það hafa neikvæð áhrif á getu þína til þess að léttast. 

Þú borðar seint á kvöldin.

Oftast er fólk ekkert svangt á kvöldin. En ef þú venur þig á það að borða seint munt þú þyngjast með tímanum. Líkaminn þinn brennir ekki þessum auka kaloríum yfir nóttina eins vel og hann brennir þeim yfir daginn. Að hætta þessum ávana alveg getur skipt sköpum í því að losna við aukakílóin

Gott er að fara snemma að sofa á kvöldin.
Gott er að fara snemma að sofa á kvöldin. Mbl.is/Getty images
mbl.is

Salka Sól talar um ofbeldið

09:29 Söngkonan Salka Sól varð fyrir alvarlegu andlegu ofbeldi sem þróaðist út í líkamlegt ofbeldi. Hún segir að þetta hafi haft mikil áhrif á líf hennar Meira »

Dressið sem fær sólina til þess að fölna

07:00 Blake Lively kom fram í sjö mismunandi dressum sama daginn. Það þarf varla að spyrja að því hvort karlkyns leikari hefði gert hið sama. Meira »

Kom út úr skápnum á brúðkaupsdaginn

Í gær, 23:59 Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk skilur konur og menn eftir upp við altarið. Sumir átta sig á göllum tilvonandi maka síns á meðan aðrir skilja sjálfa sig betur. Meira »

Svona áttu að segja manneskju upp

Í gær, 21:00 Já það er til góð leið til þess að segja upp. Þótt að fréttirnar séu slæmar fyrir hinn aðilann þá er hægt að gera slæmt skárra. Meira »

Á leigumarkaði frá 2010 og fann lausn

Í gær, 18:00 „Ég var á leigumarkaði frá árinu 2010 og þar til í júní á þessu ári með fimm börn mest allan tímann. Árið 2010 gekk þetta. Leigan var há en ekki fjarstæðukennd. Eftir því sem tíminn leið hækkaði leigan, leigusamningar voru yfirleitt ekki gerðir nema til eins árs í einu og við lentum í ýmsum hremmingum með samninga, húsnæði og leigusala,“ segir segir Ásta. Meira »

Forðast það sem fitar og skaðar

Í gær, 15:00 „Það er viturlegt að forðast eða útiloka alveg þá gerð sem skaðar, myndar bólgur og fitar okkur því þannig líður okkur einfaldlega betur. Ég tel einnig að þegar við erum í líkamlegu og andlegu jafnvægi þá leiðum við eitthvað gott af okkur sem þjónar okkur öllum.“ Meira »

Mættu í sinu fínasta pússi

í gær Það var gleði og góð stemning í Bíó Paradís þegar íslenska kvikmyndin Sumarbörn var frumsýnd. Myndin fjallar um systkini sem send eru á vistheimili því foreldrarnir geta ekki hugsað um þau. Meira »

Stjörnuspekingur gefur grenningarráð

Í gær, 12:00 Ertu alltaf í átaki og er ekkert að virka? Getur ástæðan verið sú að þú ert ekki að beita réttu aðferðunum. Mismunandi aðferðir henta mismunandi fólki. Meira »

Myndi taka Obama með sér sem leynigest

í gær Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG veit fátt betra en að vera með manninum sínum og börnum þegar hún er ekki að vinna. Í viðtali við Smartland segist hún vera ánægð með lífið eins og það er. Meira »

Ekkert kynlíf í 18 mánuði

í fyrradag „Ég og konan mín höfum ekki stundað kynlíf í 18 mánuði eða síðan eftir að hún átti seinna barn okkar í erfiðri fæðingu þar sem hún þurfti að gangast í gegnum minni háttar aðgerð.“ Meira »

Ætlaði að verða dýralæknir

í fyrradag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að líf hennar myndi aldrei ganga upp nema af því hún er svo vel gift. Þegar hún er ekki að vinna finnst henni best að vera með fjölskyldunni. Meira »

Ellý flutti inn til 21 árs sonar síns

í fyrradag Fjölmiðlakona Ellý Ármannsdóttir var einlæg og heiðarleg á fjölsóttu húsnæðisþingi í dag. Hún sagði frá því þegar hún missti húsið sitt, skildi og þurfti að flytja inn á son sinn. Meira »

Nýtt útlit hertogaynjunnar vekur lukku

í fyrradag Katrín hertogaynja er aftur komin á stjá eftir mikla inniveru. Það geislaði af henni á Paddington-lestarstöðinni í Lundúnum í bleikum kjól með nýja hágreiðslu. Meira »

Flutti til Danmerkur og lærði að vefa

í fyrradag Ida María Brynjarsdóttir stundar nám við Skals højskolen for design og håndarbejde í Danmörku. Hún elskar handavinnu og hefur unum af því að gera fallegt í kringum sig. Sjálf er Ida 20 ára stúlka sem er alin upp í Borgarfirðinum. Meira »

Hugguleg heimaskrifstofa í Holtunum

16.10. Júlía Runólfsdóttir, grafískur hönnuður og annar stofnandi Studio Holt, hefur komið sér vel fyrir í huggulegri íbúð í Reykjavík. Meira »

Ástæður fyrir því að konur blotna ekki

15.10. Hormónar, sápur, stress og lélegur bólfélagi geta allt átt sinn þátt í því að konur blotna ekki í kynlífi.   Meira »

Vel heppnað heimili við Ægisíðu

í fyrradag Við Ægisíðu í Reykjavík er falleg íbúð á góðum stað. Búið er að skipta um eldhús og fær bæsuð eik að njóta sín.   Meira »

Svöl 74 fm íbúð í Kópavogi

16.10. Við Þinghólsbraut í Kópavogi er falleg 74 fm íbúð þar sem hver fermertri er nýttur til fulls. Gráir og hvítir tónar mætast á sjarmerandi hátt. Meira »

Förðunarmistök sem skal varast

15.10. Það vill enginn fá bólur af vegna förðunarburstanir eru ekki þrifnir eða líta út eins og trúður af því að kinnaliturinn er settur á á rangan hátt. Meira »

Kvöldrútína farsælla kvenna

15.10. Á meðan Ellen DeGeneres og Jennifer Aniston hugleiða fyrir svefninn þá fer Gwyenth Paltrow í heitt bað. Kvöldrútínan skiptir ekki síður máli en morgunrútínan. Meira »