Þyngdin skiptir ekki máli

Maria Odugba fann sig í jóga.
Maria Odugba fann sig í jóga. skjáskot/Instagram

Maria Odugba er 23 ára jógakennari en þegar hún byrjaði að stunda jóga fannst henni eins og hún passaði ekki inn í staðalímynd jógaiðkandans. Nú þremur árum síðar hvetur hún nemendur sína til þess að taka sjálfan sig í sátt sama hvaða tölu vigtin sýnir.

Samkvæmt Daily Mail hafði Odugba verið í megrun nánast allt sitt líf en hún þakkar jóganu fyrir að hafa farið úr 186 kílóum í 131 kíló. Hún reynir nú að sýna fólki að þyngd eigi ekki að hafa áhrif á hvaða hreyfingu fólk stundar. En Odugba er með vinsælan Instagram-reikning þar sem hún deilir myndum og hvetur annað fólk til dáða. 

Í fystu fannst Odugbu eins hún væri ekki með rétta …
Í fystu fannst Odugbu eins hún væri ekki með rétta líkamann fyrir jóga. skjáskot/Instagram

„Ég hafði áhyggjur af því að ég passaði ekki inn í staðalímynd jógaiðkandans. En svo byrjaði ég smám saman að fatta, og rannsaka, að það eru mikið af fólki þarna úti sem er ekki mjótt og er að stunda jóga og er mjög gott í því,“ sagði Odugba. Til að byrja með hafði hún aldrei getað trúað því að hún gæti gert það sem hún getur nú. En Odugba er greind með fjölbelgja-eggjastokksheilkenni og skjaldkirtilsofvirkni en þessir sjúkdómar geta stuðlað að offitu. 

„Jóga hefur kennt mér það að þú þarft ekki að vera í einni stærð til þess að gera eitthvað. Það hefur tvímælalaust byggt upp sjálfstraustið mitt,“ sagði Odugba. En lengi vildi hún bara fela sig. „Ég trúi því að allir eigi að vera heilbrigðir en það þýðir ekki að fólk þarf að vera grannt.“

we experience the reality we focus on.

A post shared by Maria Odugba 🌻🎈 (@asap.yogi) on Apr 15, 2017 at 7:31pm PDT

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál