Stór rass góður fyrir heilsuna

Stórar mjaðmir og rass þykir jákvætt.
Stórar mjaðmir og rass þykir jákvætt. mbl.is/AFP

Það eru örugglega einhverjir sem hafa bölvað því að vera með stóran rass. Nú er hinsvegar komnar nýjar rannsóknarniðurstöður sem geta fengið fólk til þess að gleðjast. En Women's Health greinir frá þýskri könnun þar sem kom í ljós að konur sem eru með stærri mjaðmir og rassa eiga minni hættu á að fá hjartaáfall, heilablóðfall og sykursýki tvö en þær sem safna fitu á magann. 

„Það er betra fyrir fólk í eðlilegri þyngd að vera perulagað heldur en eplalaga,“ sagði Norbert Stefan aðalrannsakandinn og útskýrir að að perulega sé meiri þyngd á neðri hluta líkamans frekar en um miðjan líkamann. „Mjaðmirnar og lærin bjóða upp á öruggt svæði fyrir fitu, kemur í veg fyrir að hún fari í blóðið og komist að líffærunum,“

Margar rannsóknir hafa sýnt fram að ef fita safnast saman á maganum eða um miðju líkama fólks er það í meiri hættu á sjúkdómum en ef fitan myndi safnast saman annarstaðar.

Beyoncé.
Beyoncé. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál