Ertu alltaf svöng? Þetta er ástæðan

Gunnar Már Kamban, einkaþjálfari og höfundur bókanna Hættu að borða sykur og hveiti, LKL lífsstíllinn og 17:7, er lesendum Smartlands innan handar í Sykurlausum september. Hann segir að þetta séu ástæður þess að við berjumst við hungur öllum stundum. 


Insúlín

Það hefur verið mikið rætt og skrifað um hormónið insúlín í sambandi við ofþyngd og offitu. Það er stundum kallað fituhormónið því insúlín er það hormón sem tekur við sykrinum frá kolvetnunum þegar þau eru brotin niður í glúkósa og flytur hann til frumnanna og þar með fitufrumnanna ef magnið er verulegt. Þetta ferli er eðlilegt og lífsnauðsynlegt fyrir frumur líkamans því þær nærast á þessum glúkósa sem insúlínið færir þeim. Það skapast aftur á móti vandamál þegar inntakan á sykri verður langt umfram þörfina og insúlínframleiðsla líkamans verður krónískt há en það getur leitt til efnaskiptasjúkdóma eins og sykursýki 2.

Leptín

Leptín er annað hormón sem mikilvægt er að vita hvernig virkar í þessu ferli. Það virkar þannig að þegar þú borðar mat þá framleiða fitufrumur líkamans hormónið leptín sem sendir heilanum skilaboð um að við höfum borðað næga orku og þurfum ekki að borða meira. Vandamálið er að offramleiðsla á insúlíni blokkar þessi skilaboð til heilans og við fáum ekki tilfinninguna um að við séum södd og borðum því meira en við þurfum. Skammtastærðir verða stærri og við borðum oftar því við erum hreinlega svöng.

Þessi hringrás er alger vítahringur sem erfitt getur verið að komast út úr. Þessar tilfinningar með svengdina eða sykurlöngunina eru nefnilega líffræðilegar og afar sterkar og því algerlega ómögulegt að ætla að taka þetta á viljastyrknum eins og svo margir ætla að gera. Þetta er ekki spurning um viljastyrkinn heldur að stöðva þessa hringrás:

Gunnar Már Kamban verður lesendum innan handar í Sykurlausum september …
Gunnar Már Kamban verður lesendum innan handar í Sykurlausum september á Smartlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

ÞÚ BORÐAR SYKUR – þér líkar bragðið, þú þráir meira því hann setur af stað framleiðslu á vellíðunarhormónum á hátt sem ekkert annað næringarefni gerir

BLÓÐSYKUR HÆKKAR HRATT – Viðbrögð líkamans eru að framleiða insúlín til að koma sykrinum fyrir m.a. í fitufrumunum.


BLÓÐSYKUR LÆKKAR HRATT
– Insúlín kemur sykri fyrir í frumunum og sykurmagnið lækkar hratt og líkaminn bregst við því.

LÖNGUN Í SYKUR
– Hröð lækkun á blóðsykri ýtir undir löngun í sykur....og þú ert komin aftur á byrjunarreit. Þú færð þér meira nammi eða ferð hreinlega og leggur þig því lækkum á blóðsykri skapar þreytutilfinningu.

Það er sykur og önnur einföld kolvetni sem setja þetta ferli af stað svo það eina í stöðunni er að að minnka þessi matvæli eins og kostur er með því að skipta þeim út fyrir önnur næringarríkari, próteinríkari, trefjaríkari og fituríkari sem aðstoða þig að koma á jafnvægi á svengdar og mettunartilfinninguna.   

Smartland og Gunnar Már Kamban eru með stuðningsgrúbbu fyrir lesendur sem vilja mastera Sykurlausan september. HÉR getur þú verið með í partíinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál