Getur eplaedik aðstoðað þig í sykurleysinu?

Gunnar Már segir að eplaedik hafi áhrif á sykurlöngun.
Gunnar Már segir að eplaedik hafi áhrif á sykurlöngun.

Gunnar Már Kamban segir að það sé ástæða fyrir því hvers vegna fólk ætti að vera drekka eplaedik daglega. Hér koma góð ráð frá Gunnari Má en hann er lesendum Smartlands innan handar í Sykurlausum september. 

„Það hefur margt verið skrifað og haldið fram um þennan aldagamla heilsudrykk og líklega margt rétt og annað ekki. Eplaedik er talið geta haft jákvæð áhrif á blóðsykurstjórnina sem er lykilatriði varðandi það að halda sig frá sykri svo þetta er eitthvað sem er vert að skoða nánar núna í sykurlausum september,“ segir hann í grein um eplaedik: 

Vitneskja okkar flestra er takmörkuð varðandi eplaedik. Það er jú víst rosa hollt ekki satt og ógeðslegt á bragðið og hafandi prófað það get ég sagt já og já. Þessi grein fjallar um möguleg áhrif eplaediks á heilsu okkar og þetta er í raun ekki flóknara en að prófa bara og dæma síðan sjálf/ur.

Þyngdartap

Eplaedik hefur verulega jákvæð áhrif á blóðsykur sem hefur þar af leiðandi jákvæð áhrif á daglega orku, sykurlöngun og matarlyst. Þegar þú nærð stjórn á þessum hlutum eru þér allir vegir færir í baráttunni við aukakílóin.

Meltingin

Eplaedik hefur sýnt að neysla á því hefur afar jákvæð áhrif á meltinguna. Ef allt er „fast“ gæti eplaedik komið hlutunum á hreyfingu.

Hjartaheilsa og húðheilsa

Eplaedik inniheldur stöff sem kallast malic acid. Sýnt hefur verið fram á að hún geti haft jákvæð áhrif á stíflun æða sem er jú tengd hjarta og kransæðasjúkdómum svo ekki sér meira sagt. Algengt er að bæta eplaediki við baðvatnið vegna jákvæðra áhrifa þess á bólur, mislitun húðar og vörtur.

Þetta hljómar allt svolítið svona eins og þetta sé elexír sem sé allra meina bót, að innan sem utan. Það frábæra er að það er eiginlega nákvæmlega þannig sem eplaedik virkar fyrir suma. Nú komum við að því mikilvæga. Hvernig þú átt að taka þennan mjöð guðanna inn með það fyrir augum að stuðla að blóðsykurjafnvægi og þyngdartapi.

Hvernig drekkurðu það?

Þú blandar 1-2 msk. í 200-400 ml af vatni (fer eftir því hversu oft þú ætlar að drekka það yfir daginn). Óvitlaust er að drekka það með röri til að verja glerunginn eða bursta á eftir. Naglarnir fá sér góðan gúllara í stað þess að blanda það í vatn. Ekki fara yfir 2 msk. á dag.

Hvenær drekkurðu það?

Þú drekkur það annaðhvort fyrir fyrstu máltíð dagsins eða með millimálinu sem væri þá á milli hádegis- og kvöldverðar.

Hversu oft drekkurðu það?

Þú getur drukkið það frá einu sinni til þrisvar sinnum (þá tæplega 1 msk. í hvert skipti ef þú drekkur það þrisvar sinnum). Mæli með að það verði fyrir morgun- eða  hádegisverðinn ef þú ætlar að drekka það einu sinni. Ef þú drekkur það tvisvar skaltu bæta við skammti við millimálið en ef þú ætlar „all in“ og drekka það þrisvar drekkurðu þriðja skammtinn eftir kvöldverð. Athugaðu að þú getur auðvitað gert þetta mismunandi milli daga. Tekið einn dag sem þú drekkur það bara fyrir hádegisverðinn og svo næsta þar sem þú ferð alla leið með þetta.

Hvaða tegund ættirðu að drekka?

Það eru í raun allar tegundir í lagi svo lengi sem ekki er búið að bæta sætu við það (til að gera það drykkjanlegra, oftast síróp). Flestir ef ekki allir stórmarkaðir selja eplaedik. Ef þú hefur aftur á móti tök á því ættir að kaupa gæðaútgáfurnar ættirðu að gera það. Gló og Heilsuhúsið eru bæði með frábærar útgáfur af eplaediki og lífrænt í þessu tilviki væri klárlega besti kosturinn ef það er til.

Vantar þig stuðning í sykurleysinu? Skráðu þig inn á Facebook-síðuna Sykurlaus september á Smartlandi. 

Gunnar Már Kamban er höfundur bókanna Hættu að borða sykur …
Gunnar Már Kamban er höfundur bókanna Hættu að borða sykur og hveiti, LKL og 17:7.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál