Fóru með hafragraut á HM

Jóhanna Kristjánsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir fóru með hafragraut á HM.
Jóhanna Kristjánsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir fóru með hafragraut á HM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það vakti ansi skemmtilegt umtal þegar ljóst varð að við systur værum á leið í HM í hafragautsgerð í skosku hálöndunum. Þannig fréttum við m.a. af því að dag eftir dag hefði hafragrauturinn verið aðal umtalsefnið í heitum pottunum á Nesinu. Ekki við. Heldur sjálfur grauturinn. Það þótti okkur skemmtilegt. Því þetta snýst ekki um okkur. Heldur holla hafragrautinn og hvað fólk borðar á morgnana. Hvernig fólk fer af stað út í daginn? Hafragrauturinn á allt gott umtal skilið og líka að það sé keppt um hverjir gera þann allra besta. Hafrar eru í raun óendanleg uppspretta dásamlegrar hollustu og uppskrifta. Fleiri en ykkur órar fyrir,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir eigandi Systrasamlagsins í sínum nýjasta pistli: 

Því fengum við systur sannarlega að kynnast um helgina. Flestir vilja hann á morgnanna, sumir í hádeginu og aðrir á kvöldin. Hann getur verið súr, kryddaður, steiktur, soðinn og allskonar.

Okkar framlag til skosku hálandaleikanna í hafragrautsgerð, Golden Spurtle, eða Gullnu þvörunnar, var hugsað sem eftirréttur í morgunmat. Draumurinn um bragð sem ýtir okkur mettum og sælum út í daginn og nærir öll skilningarvit. Hitt er að það var magnað að bregða sér til Carrbridge í Skotlandi og fá að taka þátt í svona dúndur skemmtilegri keppni. Skotar eru frábært fólk og bestu gestgjafar sem hugsast getur. Við hittum einstaklinga frá mörgum löndum sem allt er ástríðufólk í matargerð. Þar á meðal Svía sem fengu allar Gullnu þvörurnar í ár, en þeir stóðu líka upp og klöppuðu, stöppuðu og sungu með Íslendingum. Það er skemmst frá því að segja að Svíar eru afar góðir í hafragrautsgerð og gera hann eingöngu með hjartanu. Það skilaði sér.

Hér er okkar framlag sem við nutum að deila með dómurum og gestum. Við fengum mikið lof fyrir frumlega, góða og skemmtilega hugsaða grauta.

HAFRAGRAUTURINN - GRUNNUR:

250 gr glútenlaus, spíraður og lífrænn hafragrautur (bestur frá Rude Health, þessi bleiki).
½ lítri vatn
½ tsk lífræn vanilla
½ tsk lífrænn kanill
½ til 1 tsk gott íslenskt salt
250 -500 ml möndlurís mjólk
ferskur rifinn og lífrænn engifer

Þessi uppskrift er ágæt fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem vill fara vel nærð út í daginn. Minnkið hlutföllin ef þið kjósið að gera minna í einu. Annars er hann líka góður daginn eftir.

Blandið öllu saman nema möndlurísmjólkinni og engifernum. Gott er að láta blönduna standa í klukkutíma (má líka gera kvöldinu áður) en það er alls ekki nauðsynlegt.

Sjóðið eins og stendur á pakkanum. Sumir kjósa að hafa grautinn „al dente“ á meðan aðrir vilja hann lungamjúkan. Eitt af því sem skosku hafragrautarfræðin hafa kennt okkur er að það er lang best að hræra oft í í grautnum á meðan hann sýður við vægan hita með þvöru (ekki sleif heldur meira eins og þykku tréspjóti). Hrærið oft því hafrar eru um margt eins og risottó. Það er, því meira sem þið hrærið því meira drekka hafrarnir í sig að vökva og kryddum. Og því meira gefa þeir af sér að góðri næringu. Þegar hafragrauturinn þykknar og þarfnast meiri vökva bætið þá við möndlurís mjólkinni eftir þörfum. Sumir kjósa 250 ml, aðrir meira. Raspið út í vænan bita af ferskum engifer. Það sem er svo gott að hafa í huga með lífræna engiferinn er að þegar maður notar vel af honum er minni þörf á salti. Þegar ykkur finnst hafragrauturinn tilbúinn (við viljum hann heldur mjúkan) er gott að setja lokið á og láta hann standa í smá tíma.

DÖÐLU- OG KARDIMOMMUSÓSA

Mér hefur alltaf líkað samsetning af mjúkum döðlum og kardimommum. Grænum bragðmiklum kardimommum sem ég þarf að steyta sjálf og mala. Þær eru bragðbestar og –mestar. Síðan má næstum segja að kardimommur séu pínu íslenskar. Þær eru jú í íslenskum pönnukökum og hver elskar ekki Kardimommubæinn? 
Sósuna má vel geyma í ísskáp í lokuðu íláti í viku. Svo gerið meira heldur en minna (hún er líka frábær á ís):

400 ml kasjúhnetumjólk (Rude Health)
200 ml lírænar kasjúhnetur (sem hafa verið lagðar í bleyti í 4 tíma eða lengur).
8 mjúkar lífrænar medjoel döðlur
1 tsk grænar lífrænar heilar kardimommur
½ tsk salt.

Þetta er ekki flókið. Takið steina úr döðlunum og hellið auka vatninu af kasjúhnetunum. Takið hýðið af kardimommunum og steytið þær. Setjið allt saman í blandara og hrærið uns blandan verður silkimjúk. Gerið áður en þið byrjið á hafragrautnum. Það er gott að láta kardimommurnar taka sig í sósunni.

Annað sem til þarf til að fullkomna grautinn er krækiberjasafi, villt íslensk krækiber og sýrð kókosjógúrt eða grísk lífræn Bíóbújógúrt.

Setjið grautinn saman í þessari röð. Færið graut í fallega skál. Hellið yfir vænum skammti af döðlu og kardimommusósunni, hellið yfir einum einföldum af krækiberjasafa frá Íslenskri hollustu, bætið við tveimur til þremur matskeiðum af vel sýrðri jógúrt (vegan eða ekki) og sáldrið svo yfir villtum íslenskum krækiberjum. Látið helst minna á jökla, fossa, ár og fjöll séð úr háloftunum (við þurfum líka að næra augun).

Verði ykkur að góðu.


Ps: Bláber koma ekki í stað krækiberja í þessum graut. Það skildu skosku dómararnir vel. Það er þetta með tannínið sem er svo gott á móti sætkrydduðu sósunni og sýrðu jógúrtinni.

mbl.is

Dregur Birgitta fram Írafárs-fötin?

20:00 Beðið er eftir því með eftirvæntingu hvort Birgitta Haukdal dragi fram netagrifflurnar, hattana, loðstígvéin og skelli sér í ljós og strípur fyrir afmælistónleika Írafárs næsta sumar. Eins sjá má á myndum Morgunblaðsins var Birgitta með einstakan fatastíl. Meira »

Stal hárstílnum frá Leonardo DiCaprio

17:00 Kate Hudson er glæsileg með stuttklippt hárið og fer ótroðnar leiðir í leit að innblæstri. Það er ekki svo slæm hugmynd að leita eftir drengjakollsinnblæstri frá drengslegum Leonardo DiCaprio. Meira »

Snapchat-stjarnan Camy með tónleika

14:01 Camilla Rut er ekki bara hress á Snapchat heldur líka hæfileikarík söngkona. Camilla, sem er mikið jólabarn og finnst ómissandi að eiga góð náttföt á jólunum, ætlar að halda jólatónleika með eiginmanni sínum. Meira »

Skúli mætti með Grímu

11:20 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, var kjörinn markaðsmaður ársins 2017 hjá ÍMARK. Hann mætti með kærustu sína, Grímu Thorarensen. Meira »

Silfrað í lok ársins

09:00 Stjörnurnar mættu í silfruðu á frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Silfraði liturinn hæfir bæði efnistökum myndarinnar sem og árstímanum. Meira »

Elskar kærustuna en langar í trekant

í gær „Hún er falleg og við stundum gott kynlíf. Ég er þó líka hrifinn af vinkonu hennar, sem lifir frjálslegu lífi. Ég get ekki hætt að hugsa um trekant og aðra afbrigðilega leiki.“ Meira »

Hárskrautið toppar jólahárið

í gær Hugrún Harðardóttir, hárgreiðslumeistari á Barbarella, er komin í hátíðarskap og segir að jólahártískan einkennist af miklum glamúr og að hárskraut hafi aldrei verið vinsælla. Meira »

64 ára með tískublogg ársins

í gær Lyn Slater er kannski komin á sjötugsaldurinn en hún er á hátindi fyrirsætuferils síns. Slater sem er háskólaprófessor sló í gegn á árinu 2017 fyrir flottan og töffaralegan stíl. Meira »

Tveggja hæða penthouse í 101

í gær Hvern dreymir ekki um tveggja hæða penthouse-íbúð á besta stað í 101 Reykjavík með útsýni út á sjó? Ef þú ert einn af þeim þá er þessi 121 fm íbúð við Klapparstíg 7 tilvalin fyrir þig. Meira »

Hlýlegt og nýmóðins í Kópavogi

í gær Við Ásaþing í Kópavogi stendur ákaflega huggulegt 257 fm raðhús á tveimur hæðum. Raðhúsið er með innbyggðum bílskúr og stendur á fallegum útsýnisstað. Björgvin Sæbjörnsson, arkitekt á arkitektastofunni Apparat, hannaði húsið að utan og innan. Meira »

Þegar lífið var „fullkomið“

í gær „Ég var áður fyrr ein af þessum brjálæðislega flottu húsmæðrum sem sá um að ekkert væri óhreint á heimili mínu fyrir jólin… silfrið var pússað, gluggar þvegnir og Guð forðaði mér iðulega frá því að skáparnir, ísskápurinn og ofninn urðu ekki út undan í þessari árlegu hreingerningu.“ Meira »

Heimsins flottasta hönnunarteiti

í fyrradag Það var glatt á hjalla á Skólavörðustígnum þegar Geysir svipti hulunni af glænýrri verslun sem sérhæfir sig í heimilisvöru. Geysir heima á Skólavörðustíg er svo sannarlega verslun fyrir fagurkera. Meira »

Þráir að komast á hundasleða

11.12. Þorbjörn Sigurbjörnsson, kennari og þriggja barna faðir í Kópavogi, ákvað að venja sig á að segja alltaf já, ekki nei, þegar hann var beðinn um eitthvað. Meira »

Svona bjó Meghan þegar hún kynntist Harry

11.12. Áður en að Meghan Markle flutti í lítið hús við Kensington-höll bjó hún í leiguhúsnæði í Toronto. Húsið er kannski ekki mjög stórt en þó feiki nógu stórt fyrir þau Meghan, hundana hennar og Harry þegar hann kíkti í heimsókn. Meira »

Þetta er Pantone litur 2018

11.12. Hönnunarþyrstir einstaklingar eru yfirleitt í stuði á þessum árstíma þegar nýr Pantone litur er kynntur. Litur ársins 2018 er Ultra Violet eða Útfjólublár og ber litaheitið PANTONE 18-3838. Meira »

Framhjáhaldið hófst í hádegismatnum

11.12. „Hann sótti mig og við keyrðum á sveitahótel þar sem við borðuðum yndislega máltíð. Hann fór frá borðinu og bókaði herbergi. Við vissum bæði hvað við vildum.“ Meira »

Pólitísk plott og átök

11.12. Það var glatt á hjalla þegar Björn Jón Bragason fagnaði útkomu bókar sinnar, Í liði forsætisráðherrans eða ekki? í Máli og menningu á Laugavegi. Bókin fjallar um pólitísk plott og hvað gerist að tjaldabaki í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi frá aldamótum. Meira »

Í 140 þúsund króna sokkum

11.12. Sokkar eru ekki bara sokkar, Gucci-sokkarnir sem söngkonan Rihanna klæddist á dögunum kosta meira en ársbirgðir af sokkum.   Meira »

Arnar Gauti verður listrænn stjórnandi

11.12. Arnar Gauti Sverrisson hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi heimilissýningarinnar Lifandi heimili og hönnun sem fram fer í Laugardalshöll 1.-3. júní 2018. Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra undir nafninu Amazing home show en breyttu nafni fylgja breyttar áherslur. Meira »

Guðni Már skilinn

10.12. Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2 er skilinn við Mariu Ylfu Lebedeva sem er ljósmyndari. Eiríkur Jónsson greinir frá þessu. Meira »