Fóru með hafragraut á HM

Jóhanna Kristjánsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir fóru með hafragraut á HM.
Jóhanna Kristjánsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir fóru með hafragraut á HM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það vakti ansi skemmtilegt umtal þegar ljóst varð að við systur værum á leið í HM í hafragautsgerð í skosku hálöndunum. Þannig fréttum við m.a. af því að dag eftir dag hefði hafragrauturinn verið aðal umtalsefnið í heitum pottunum á Nesinu. Ekki við. Heldur sjálfur grauturinn. Það þótti okkur skemmtilegt. Því þetta snýst ekki um okkur. Heldur holla hafragrautinn og hvað fólk borðar á morgnana. Hvernig fólk fer af stað út í daginn? Hafragrauturinn á allt gott umtal skilið og líka að það sé keppt um hverjir gera þann allra besta. Hafrar eru í raun óendanleg uppspretta dásamlegrar hollustu og uppskrifta. Fleiri en ykkur órar fyrir,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir eigandi Systrasamlagsins í sínum nýjasta pistli: 

Því fengum við systur sannarlega að kynnast um helgina. Flestir vilja hann á morgnanna, sumir í hádeginu og aðrir á kvöldin. Hann getur verið súr, kryddaður, steiktur, soðinn og allskonar.

Okkar framlag til skosku hálandaleikanna í hafragrautsgerð, Golden Spurtle, eða Gullnu þvörunnar, var hugsað sem eftirréttur í morgunmat. Draumurinn um bragð sem ýtir okkur mettum og sælum út í daginn og nærir öll skilningarvit. Hitt er að það var magnað að bregða sér til Carrbridge í Skotlandi og fá að taka þátt í svona dúndur skemmtilegri keppni. Skotar eru frábært fólk og bestu gestgjafar sem hugsast getur. Við hittum einstaklinga frá mörgum löndum sem allt er ástríðufólk í matargerð. Þar á meðal Svía sem fengu allar Gullnu þvörurnar í ár, en þeir stóðu líka upp og klöppuðu, stöppuðu og sungu með Íslendingum. Það er skemmst frá því að segja að Svíar eru afar góðir í hafragrautsgerð og gera hann eingöngu með hjartanu. Það skilaði sér.

Hér er okkar framlag sem við nutum að deila með dómurum og gestum. Við fengum mikið lof fyrir frumlega, góða og skemmtilega hugsaða grauta.

HAFRAGRAUTURINN - GRUNNUR:

250 gr glútenlaus, spíraður og lífrænn hafragrautur (bestur frá Rude Health, þessi bleiki).
½ lítri vatn
½ tsk lífræn vanilla
½ tsk lífrænn kanill
½ til 1 tsk gott íslenskt salt
250 -500 ml möndlurís mjólk
ferskur rifinn og lífrænn engifer

Þessi uppskrift er ágæt fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem vill fara vel nærð út í daginn. Minnkið hlutföllin ef þið kjósið að gera minna í einu. Annars er hann líka góður daginn eftir.

Blandið öllu saman nema möndlurísmjólkinni og engifernum. Gott er að láta blönduna standa í klukkutíma (má líka gera kvöldinu áður) en það er alls ekki nauðsynlegt.

Sjóðið eins og stendur á pakkanum. Sumir kjósa að hafa grautinn „al dente“ á meðan aðrir vilja hann lungamjúkan. Eitt af því sem skosku hafragrautarfræðin hafa kennt okkur er að það er lang best að hræra oft í í grautnum á meðan hann sýður við vægan hita með þvöru (ekki sleif heldur meira eins og þykku tréspjóti). Hrærið oft því hafrar eru um margt eins og risottó. Það er, því meira sem þið hrærið því meira drekka hafrarnir í sig að vökva og kryddum. Og því meira gefa þeir af sér að góðri næringu. Þegar hafragrauturinn þykknar og þarfnast meiri vökva bætið þá við möndlurís mjólkinni eftir þörfum. Sumir kjósa 250 ml, aðrir meira. Raspið út í vænan bita af ferskum engifer. Það sem er svo gott að hafa í huga með lífræna engiferinn er að þegar maður notar vel af honum er minni þörf á salti. Þegar ykkur finnst hafragrauturinn tilbúinn (við viljum hann heldur mjúkan) er gott að setja lokið á og láta hann standa í smá tíma.

DÖÐLU- OG KARDIMOMMUSÓSA

Mér hefur alltaf líkað samsetning af mjúkum döðlum og kardimommum. Grænum bragðmiklum kardimommum sem ég þarf að steyta sjálf og mala. Þær eru bragðbestar og –mestar. Síðan má næstum segja að kardimommur séu pínu íslenskar. Þær eru jú í íslenskum pönnukökum og hver elskar ekki Kardimommubæinn? 
Sósuna má vel geyma í ísskáp í lokuðu íláti í viku. Svo gerið meira heldur en minna (hún er líka frábær á ís):

400 ml kasjúhnetumjólk (Rude Health)
200 ml lírænar kasjúhnetur (sem hafa verið lagðar í bleyti í 4 tíma eða lengur).
8 mjúkar lífrænar medjoel döðlur
1 tsk grænar lífrænar heilar kardimommur
½ tsk salt.

Þetta er ekki flókið. Takið steina úr döðlunum og hellið auka vatninu af kasjúhnetunum. Takið hýðið af kardimommunum og steytið þær. Setjið allt saman í blandara og hrærið uns blandan verður silkimjúk. Gerið áður en þið byrjið á hafragrautnum. Það er gott að láta kardimommurnar taka sig í sósunni.

Annað sem til þarf til að fullkomna grautinn er krækiberjasafi, villt íslensk krækiber og sýrð kókosjógúrt eða grísk lífræn Bíóbújógúrt.

Setjið grautinn saman í þessari röð. Færið graut í fallega skál. Hellið yfir vænum skammti af döðlu og kardimommusósunni, hellið yfir einum einföldum af krækiberjasafa frá Íslenskri hollustu, bætið við tveimur til þremur matskeiðum af vel sýrðri jógúrt (vegan eða ekki) og sáldrið svo yfir villtum íslenskum krækiberjum. Látið helst minna á jökla, fossa, ár og fjöll séð úr háloftunum (við þurfum líka að næra augun).

Verði ykkur að góðu.


Ps: Bláber koma ekki í stað krækiberja í þessum graut. Það skildu skosku dómararnir vel. Það er þetta með tannínið sem er svo gott á móti sætkrydduðu sósunni og sýrðu jógúrtinni.

mbl.is

Grænmetisætur eru ekki veikari

06:00 Þórdís Ása Dungal er 25 ára einkaþjálfari og hóptímakennari með mastersgráðu í íþrótta- og heilsufræði. Hún hætti að borða kjöt og segir að grænmetisætur geti alveg verið sterkar og stæltar. Það þurfi ekki kjötát til þess. Hún er líka á móti fæðubótarefnum og segir að fæst þeirra virki fyrir hana. Meira »

Limstærðin ekki vandamál

Í gær, 23:30 „Það kom ekki upp neitt vandamál þegar við loksins stunduðum kynlíf. Ég var meira en vel fullnægð. Hann trúir mér ekki og það er að gera hann þunglyndan.“ Meira »

Beckham póstar mynd af Daníel Darra

Í gær, 20:41 Viktoría Beckham birti mynd af syni Björgólfs Thors Björgólfssonar og Kristínar Ólafsdóttur á Instagram þar sem hann og sonur hennar drekka úr vínglösum við sundlaugarbakka. Meira »

Raunhæft að léttast um hálft kíló á viku

Í gær, 18:00 Konráð Valur Gíslason, einkaþjálfari og eigandi Iceland Fitness, er með puttann á púlsinum þegar kemur að líkamsrækt og hreyfingu. Meira »

Kótelettur í raspi bestar

Í gær, 15:06 Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist vakna alltof snemma en byrjar þó daginn á svörtu kaffi.  Meira »

Megrunaraðferðir sem rugla í hægðunum

Í gær, 12:00 Fólk ætti alla jafna að vilja hafa heilbrigðar hægðir. Sumir megrunarkúrar bjóða upp á ýkt mataræði sem hefur slæm áhrif á hægðirnar. Meira »

Dressið sem fær sólina til þess að fölna

í gær Blake Lively kom fram í sjö mismunandi dressum sama daginn. Það þarf varla að spyrja að því hvort karlkyns leikari hefði gert hið sama. Meira »

Salka Sól talar um eineltið

Í gær, 09:29 Söngkonan Salka Sól varð fyrir alvarlegu einelti. Hún segir að þetta hafi haft mikil áhrif á líf hennar  Meira »

Kom út úr skápnum á brúðkaupsdaginn

í fyrradag Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk skilur konur og menn eftir upp við altarið. Sumir átta sig á göllum tilvonandi maka síns á meðan aðrir skilja sjálfa sig betur. Meira »

Svona áttu að segja manneskju upp

í fyrradag Já það er til góð leið til þess að segja upp. Þótt að fréttirnar séu slæmar fyrir hinn aðilann þá er hægt að gera slæmt skárra. Meira »

Á leigumarkaði frá 2010 og fann lausn

í fyrradag „Ég var á leigumarkaði frá árinu 2010 og þar til í júní á þessu ári með fimm börn mest allan tímann. Árið 2010 gekk þetta. Leigan var há en ekki fjarstæðukennd. Eftir því sem tíminn leið hækkaði leigan, leigusamningar voru yfirleitt ekki gerðir nema til eins árs í einu og við lentum í ýmsum hremmingum með samninga, húsnæði og leigusala,“ segir segir Ásta. Meira »

Forðast það sem fitar og skaðar

í fyrradag „Það er viturlegt að forðast eða útiloka alveg þá gerð sem skaðar, myndar bólgur og fitar okkur því þannig líður okkur einfaldlega betur. Ég tel einnig að þegar við erum í líkamlegu og andlegu jafnvægi þá leiðum við eitthvað gott af okkur sem þjónar okkur öllum.“ Meira »

Stjörnuspekingur gefur grenningarráð

í fyrradag Ertu alltaf í átaki og er ekkert að virka? Getur ástæðan verið sú að þú ert ekki að beita réttu aðferðunum. Mismunandi aðferðir henta mismunandi fólki. Meira »

Myndi taka Obama með sér sem leynigest

17.10. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG veit fátt betra en að vera með manninum sínum og börnum þegar hún er ekki að vinna. Í viðtali við Smartland segist hún vera ánægð með lífið eins og það er. Meira »

Ætlaði að verða dýralæknir

16.10. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að líf hennar myndi aldrei ganga upp nema af því hún er svo vel gift. Þegar hún er ekki að vinna finnst henni best að vera með fjölskyldunni. Meira »

Nýtt útlit hertogaynjunnar vekur lukku

16.10. Katrín hertogaynja er aftur komin á stjá eftir mikla inniveru. Það geislaði af henni á Paddington-lestarstöðinni í Lundúnum í bleikum kjól með nýja hágreiðslu. Meira »

Mættu í sinu fínasta pússi

í fyrradag Það var gleði og góð stemning í Bíó Paradís þegar íslenska kvikmyndin Sumarbörn var frumsýnd. Myndin fjallar um systkini sem send eru á vistheimili því foreldrarnir geta ekki hugsað um þau. Meira »

Ekkert kynlíf í 18 mánuði

16.10. „Ég og konan mín höfum ekki stundað kynlíf í 18 mánuði eða síðan eftir að hún átti seinna barn okkar í erfiðri fæðingu þar sem hún þurfti að gangast í gegnum minni háttar aðgerð.“ Meira »

Ellý flutti inn til 21 árs sonar síns

16.10. Fjölmiðlakona Ellý Ármannsdóttir var einlæg og heiðarleg á fjölsóttu húsnæðisþingi í dag. Hún sagði frá því þegar hún missti húsið sitt, skildi og þurfti að flytja inn á son sinn. Meira »

Vel heppnað heimili við Ægisíðu

16.10. Við Ægisíðu í Reykjavík er falleg íbúð á góðum stað. Búið er að skipta um eldhús og fær bæsuð eik að njóta sín.   Meira »