Svona sefurðu betur eftir fertugt

Konur sofa ekki jafn vel og þegar þær yngri þegar …
Konur sofa ekki jafn vel og þegar þær yngri þegar þær eru komnar yfir fertugt. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekki sjálfgefið að fólk sofi eins og ungbörn þegar fólk er komið yfir miðjan aldur. Í rauninni er það svo að konur sem eru komna yfir fertugt eru í sérstakri hættu að fá ekki nægan svefn. Það er hægt að bæta úr því. 

Samkvæmt Prevention sýna tölur frá National Sleep Foundation að meðalkona á aldrinum 30 ára til 60 ára sefur að meðaltali í sex klukkutíma og 41 mínútu en ráðlagður svefn er sjö til níu klukkutímar. Konur yfir fertugt eru í sérstakri hættu þegar kemur að gæðum og lengd svefns.

Meðal svefn ætti að vera sjö til níu tímar.
Meðal svefn ætti að vera sjö til níu tímar. mbl.is/Thinkstockphotos

Sérfræðingur í svefnmálum segir að um fimmtugsaldurinn fái fólk aðeins um 50 prósent af þeim djúpsvefni sem það fékk þegar það var unglingar. Þó svo að bæði konur og karlar finni fyrir þessu finna konur í meira mæli fyrir svefnleysi. 

Konur geta gert nokkra hluti til þess að reyna bæta svefninn sinn. 

Sálfræðimeðferð

Svefnleysi kvenna er oft tengt við kvíða. Því gæti verið ráðlagt að fara í hugræna atferlismeðferð. Sálfræðingurinn gæti líka unnið með slökunartækni sem gæti hjálpað þegar kemur að svefninum. 

Núvitund

Harvard rannsakandi gerði tilraun á miðaldra fólki og skipti þeim í tvennt. Annar hópurinn æfði núvitund á meðan hinn helmingurinn fór á svefnnámskeið. Í lokin glímdi hópurinn sem stundaði núvitund við minna svefnleysi. 

Fólk sem komið er yfir miðjan aldur sefur ekki alltaf …
Fólk sem komið er yfir miðjan aldur sefur ekki alltaf vel. mbl.is/Thinkstockphotos

Breytingaskeiðið

Hormónabreytingar hafa mikil áhrif á svefninn. Konur á breytingaskeiðinu eru líklegri til að kvarta yfir svefnleysi. Það getur því verið gott að leita til læknis. Það er líka sniðugt að lækka herbergishitann. 

Kæfisvefn

Þó svo að kæfisvefn sé oftar vandamál hjá karlmönnum þá geta konur líka þjáðst af kæfisvefni. Ef þú hrýtur mikið eða þú vaknar þreytt á morgnana gæti verið kominn tími til að tala við lækni. 

Er kæfisvefn vandamálið.
Er kæfisvefn vandamálið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál