Þetta borða englarnir eftir æfingu

Karlie Kloss hefur örugglega verið dugleg að borða prótínið sitt …
Karlie Kloss hefur örugglega verið dugleg að borða prótínið sitt fyrir tískusýningu Victoria's Secret árið 2014. mbl.is/AFP

Stjörnuþjálfarinn Michael Blauner hefur þjálfað marga engla undirfatamerkisins Victoria's Secret. Fyrirsæturnar þurfa að uppfylla ákveðnar útlitskröfur með tilheyrandi stífu mataræði og erfiðum æfingum. 

Blauner segir Popsugar að fyrirsæturnar séu mjög meðvitaðar um það sem þær láta ofan í sig. Þær verði allar að hugsa um hvað þær borða til þess að líta svona glæsilega út, enginn geri það fyrirhafnarlaust, sama hversu mikla fegurð manneskjan fékk í vöggugjöf. 

Karolina Kurkova, Tyra Banks, Heidi Klum, Gisele Bundchen og Adriana …
Karolina Kurkova, Tyra Banks, Heidi Klum, Gisele Bundchen og Adriana Lima á sýningu Victoria's Secret. mbl.is/AFP

Blauner mælir með að fyrirsæturnar passi að borða meira af prótíni en kolvetnum og fitu. Skiptingin sé kannski 50 prósent prótín, 30 prósent kolvetni og 20 prósent fita þegar æfingarnar eru sem mestar. Blauner tekur þó fram að þetta henti alls ekki öllum. 

Hér er dæmigerður listi sem hann lætur fyrirsæturnar fá til að gefa þeim hugmynd að máltíð eftir æfingu:
  • Hnetublanda með þurrkuðum ávöxtum. 
  • Fitusnautt jógúrt og lófafylli af morgunkorni. 
  • Tvö harðsoðin egg og nokkrar kexkökur.
  • Smábiti af grillaðri steik, kjúklingi eða fiski. 
  • Sykurlaus hágæðaprótíndrykkur (eða -stykki). 
  • Ávextir, ávextir og aftur ávextir.

Blauner mælir með að fólk borði hálftíma áður en það æfir til þess að hafa orku á æfingunni. Stuttu eftir æfingu ætti fólk síðan að borða prótín. 

Doetzen Kroes á 2014 Victoria's Secret tískusýningunni.
Doetzen Kroes á 2014 Victoria's Secret tískusýningunni. LEON NEAL
Adriana Lima í fanta formi árið 2013.
Adriana Lima í fanta formi árið 2013. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál