Fólk sem skreytir snemma er hamingjusamara

Það er um að gera að skreyta snemma.
Það er um að gera að skreyta snemma. mbl.is/Thinkstockphotos

Jólin nálgast óðfluga og margir eru byrjaðir að skreyta þó svo að margir bíði með það fram í desember. Vísindamenn hafa fundið það út að fólk sem skreytir snemma er hamingjusamara en þeir sem bíða með jólaskreytingarnar. 

Samkvæmt Women's Health telja vísindamennirnir að ástæðan fyrir þessari hamingju sé sú að skreytingarnar minna á barnæskuna. Í öllu því stressi sem fylgir því að vera fullorðinn í dag minnir jólaskrautið fólk á þá tíma þegar það var áhyggjulaust og styrkir þá tilfinningu. 

Ef eitthvað er að marka þessa rannsókn ætti lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson að vera hamingjusamur enda skreytti hann hús sitt í Garðabæ í september. 

Jólaljósin fær fólk til að hugsa til baka.
Jólaljósin fær fólk til að hugsa til baka. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál