Kanill hjálpar í baráttunni við aukakílóin

Það getur verið gott ráð í baráttunni við aukakílóin að …
Það getur verið gott ráð í baráttunni við aukakílóin að setja kanil út á hafragrautinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Ef markmiðið er að reyna að grennast getur hjálpað til að borða aðeins meira af kanil. Vísindamenn telja að efni í kanil hjálpi til við fitubrennslu. 

Efnið sem gefur meðal annars kanil lyktina og bragðið kemur fitubrennslunni af stað, þetta kemur fram í grein Independent um uppgötvanir vísindamanna við University of Michigan. 

Rannsakandinn Jun Wu ákvað að rannsaka frekar áhrif efnisins vegna þess að fyrri rannsóknir höfðu bent á ágæti þess. „Vísindamenn komust að því að þetta efnasamband hefur áhrif á efnaskiptin,“ sagði Wu sem rannsakaði áhrifin í músafrumum og frumum mannsins. 

„Kanill hefur verið hluti af mataræði okkar í þúsundir ára og fólki líkar hann yfirleitt,“ sagði Wu sem bindur vonir við að efnasambandið í kanilnum geti hjálpað í baráttunni gegn offitu. 

Kanill er allra meina bót.
Kanill er allra meina bót. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál