Þrenn mistök sem fólk gerir fyrir svefninn

Það kemur ekkert í staðinn fyrir góðan svefn.
Það kemur ekkert í staðinn fyrir góðan svefn. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er mikilvægt að sofa vel enda leggur góður svefn grunninn að afkastamiklum og góðum degi. Það að leggja sig á daginn er ekki eina ástæðan fyrir því að fólk á erfitt með að sofna. Women's Health fór yfir nokkur stór mistök sem fólk á það til að gera fyrir svefninn. 

Carmel Harrington er mikill svefnsérfræðingur og veit hún ekki bara hvað kemur í veg fyrir góðan svefn heldur líka hvað stuðlar að góðum svefni. Í þeim efnum leggur hún áherslu á að koma reglu á svefntímann auk þess að halda svefnherberginu svölu, dimmu og rólegu. 

Raftæki

Svefnsérfræðingurinn Harrington segir það mikil mistök að slökkva bara á raftækjum rétt áður en fólk fer að sofa. Ljósið frá raftækjunum örvar heilann þannig að hann vill vaka.

Matur rétt fyrir háttatíma

Harrington mælir ekki með að fólk borði stóra máltíð þremur tímum fyrir háttatíma. Það má borða eitthvað lítið en ekki er gott að háma í sig mat sem fær blóðsykurinn til þess að rjúka upp. Hún mælir heldur ekki með því að æfa eftir klukkan sjö þar sem margir eiga erfitt með að sofna rétt eftir æfingu. 

Áfengi

Harrington vill meina að áfengi komi í veg fyrir góðan svefn og hvetur hún fólk til þess að halda sig frá áfengi. 

Það er gott að vakna endurnærður á morgnana.
Það er gott að vakna endurnærður á morgnana. Ljósmynd/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál