„Mér finnst ég aðeins tengdari guði og jörðinni“

Gummi Emil lætur veðrið ekki stoppa sig. Hér er hann …
Gummi Emil lætur veðrið ekki stoppa sig. Hér er hann kominn upp að Steini eftir að hafa gengið á Esjuna ber að ofan.

Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, er búinn að æfa sig í að fara út í öll um veðrum. Hann mælir með því að fá sér frískt loft í páskafríinu í staðinn fyrir að úða í sig páska eggjum.

Gummi Emil byrjaði að venja sig á að vera úti í kuldanum fyrir áramót. „Það kom mér á óvart hvað mér líður vel í miklum kulda og í vindi, ber að ofan og í stuttbuxum,“ segir Gummi Emil sem hjólar mikið og fær líka þannig frískt loft.

Notar þú bíl?

„Ég nota bíl en ég þarf ekki bíl. Ég er korter í Skeifuna á sólarhjóli og ég er 12 mínútur á „fatbikinu“. Ég er hraðari á hjólinu. Mér finnst svo gott að fá ljósið, mér finnst svo gott að fá kuldann, ég er bara náttúrumaður. Mér finnst ekki gott að sitja í umferð. Mér finnst heilbrigðara að hjóla og mér finnst ég aðeins tengdari guði og jörðinni.“

Fer út á klukkutímafresti

Gummi Emil fer reglulega út til þess að fá ljós sem hann segir mikilvægt fyrir líkamann.

„Ég reyni að fara á klukkutímafresti út þótt það sé skýjað til að fá ljós í augun og ljós í líkamann. Nú er sólin að koma með meira og meira D-vítamín. En það á alls ekki nota sólarvörn á Íslandi,“ segir Gummi Emil og ráðleggur þar með fólki að fara þvert gegn ráðleggingum flestra húðlækna.

Einkaþjálfarinn stundar það sem hann kallar kuldaþjálfun og hefur byggt upp mikið þol á nokkrum mánuðum. „Ég hef verið að gera þetta á hverjum degi síðan í desember. Núna get ég farið upp á Esjuna í mínus átta gráðum ber að ofan í stuttbuxunum. Ég byrjaði bara á tíu mínútum, fór bara í stutta göngutúra. Það er mjög gott að drekka ískalt vatn áður en maður fer í svona kuldaþjálfun,“ segir Gummi Emil sem drekkur 300 til 800 millilítra áður en hann fer af stað.

Þrátt fyrir að Gummi Emil sé þakklátur fyrir náttúrulegu birtuna sem fylgir páskunum og vorinu segir hann ekki gott að fá of mikið af því. Hann gengur með ákveðin „blue blocking“-gleraugu eftir klukkan sex. Einnig segir hann mikilvægt að búa til algjört myrkur heima hjá sér en góður svefn er honum hugleikinn.

Veður er bara hugarástand segir fólk.
Veður er bara hugarástand segir fólk.

Gott að nýta orkuna í annað en pákaeggjaát

Gummi Emil getur ekki mælt með því að vera undir teppi og horfa á Netflix ef það verður vont veður um páskana.

„Það eru margir að fá sér aðeins of mikið af páskaeggjum. Þá er gott að reyna að nýta orkuna. Fara í ræktina eða fara út að ganga. Ég á í mjög góðu sambandi við mat núna en einu sinni borðaði ég það mikið að ég var að drepast í maganum en þá fór ég út að ganga í hálftíma og var orðinn góður í maganum. Maturinn meltist betur eftir að þú tekur göngutúr eftir máltíð. Það er betra að fara í tíu mínútna göngutúr en að fara upp í sófa.“

Hvað ætlar þú að gera um páskana?

„Ég er að fara á Liverpook-leik með fjölskyldunni.“

Hvernig er halda rútínu í útlöndum?

„Það er bara snilld. Maður er alltaf gangandi. Það er góð hugleiðsla og maður þekkir engan. Maður er algjörlega í fríu flæði. Ég er fullur af innblæstri þegar ég kem til landsins. Svo borða ég eins hollt og ég get. Fæ mér steik einu sinni á dag. Reyni að taka egg á morgnana. Mér finnst gott að borða sex til 12 egg á morgnana, þá þarf ég ekkert að borða næstu fjóra til fimm tíma.“

Hvað með súkkulaðieggin?

„Fólk borðar allt of lítið af venjulegum eggjum og allt of mikið af páskaeggjum. Fólk hugsar kannski sex egg, það er allt of mikið, en svo er það kannski að borða hálft kíló af páskaeggjum. Það er alveg fáránlegt hvað er búið að blekkja okkur mikið og segja okkur hvað egg eru óholl út af kólesteróli. Þetta er algjör mýta og misskilningur. En páskaeggin á bara að borða í hófi og spyrja sig er ég svangur eða leiðist mér? Get ég fengið dópamín annars staðar? Þú færð náttúrulega dópamín við að borða sykruð páskaegg! Getur þú ekki bara farið út í kuldann,“ segir Gummi Emil sem segir aðferðina vera náttúrulega leið til að líða vel.

Gummi Emil stefnir enn hærra en á Esjuna í sumar. Hann ætlar að gista í tjaldi reglulega og segir það gott fyrir svefninn. Þar að auki stefnir hann á að klífa hærri tinda. „Ég þarf að finna í fjallahópa. Ég ætla að reyna að fara á jökla í sumar á stuttbuxunum. Bara taka Wimhof á þetta. Ef hann getur þetta get ég þetta,“ segir hann fullur sjálfstrausts.

Einkaþjálfarinn Gummi Emil mælir með því að hreyfa sig um …
Einkaþjálfarinn Gummi Emil mælir með því að hreyfa sig um páskana, ekki bara liggja uppi í sófa. mbl.is/Eyþór Árnason
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál