Eru Íslendingar hættir að nota smokk?

Það margborgar sig að setja öryggið á oddinn.
Það margborgar sig að setja öryggið á oddinn. Ljósmynd/Deon Black

Ástráður, kynfræðslufélag læknanema, hefur hafið mikilvæga samfélagsmiðlaherferð, titluð Trúnó með Ástráði, gegn kynsjúkdómum, en gríðarleg aukning hefur orðið á lekandasmitum milli ára. Læknanemar vilja því opna augu almennings fyrir mikilvægi þess að nota verjur.

Milli áranna 2022 og 2023 varð 70% aukning á lekandasmitum, en 270 greindust í fyrra og 160 árið þar á undan. Þetta er mesti fjöldi sem hefur greinst hér á landi í yfir 30 ár.

„Þessi aukning er mikið áhyggjuefni og Ástráður, kynfræðslufélag læknanema, vildi því grípa til aðgerða í þessum málum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá félaginu. 

Unnið í samstarfi við sóttvarnarsvið Embættis landlæknis

Helsta markmið herferðarinnar, sem unnin er í samstarfi við sóttvarnarsvið Embættis landlæknis, er að vekja athygli á aukningu lekandasmita í samfélaginu og að ná tökum á útbreiðslu þeirra.

Ástráður birti í dag þrjú kennslumyndbönd á samfélagsmiðlasíðum sínum sem fjalla um lekanda, kynsjúkdómapróf og klamydíu, en það er algengasti bakteríusjúkdómurinn á Íslandi. 

„Myndböndin eru nýstárleg leið til fræðslu og ættu að ná til fjölbreyttra hópa í samfélaginu. Þau eru stutt og hnitmiðuð en innihalda allar helstu upplýsingar um viðfangsefnin.“

„Smokkur spilar stórt hlutverk“

Smokkurinn spilar stórt hlutverk í herferðinni sem helsta vörnin gegn kynsjúkdómum. „Í ljósi dræmrar notkunar smokksins meðal Íslendinga var ástæða til að vekja athygli fólks á mikilvægi hans í baráttunni við kynsjúkdóma.“

Síðastliðin 25 ár hefur Ástráður sinnt kynfræðslu í framhaldsskólum, grunnskólum og félagsmiðstöðvum um allt land og hefur góða reynslu af því að miðla áfram upplýsingum sem þessum.

View this post on Instagram

A post shared by Ástráður (@kynfraedsla)

View this post on Instagram

A post shared by Ástráður (@kynfraedsla)

View this post on Instagram

A post shared by Ástráður (@kynfraedsla)




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál