Persónulegt og barnvænt heimili Jenni Kayne

Hönnuðurinn Jenni Kayne
Hönnuðurinn Jenni Kayne afp/elle.com

Hönnuðurinn Jenni Kayne á fallegt heimili sem hún hefur innréttað á persónulegan máta. Kayne kann eitt og annað er varðar innanhúshönnun og hún deildi sínum uppáhaldsráðum með blaðamanni Elle. 

  1. Láttu náttúruna hjálpa þér að lífga upp á innganginn. „Hver þarf rándýrar styttur og vasa?“ Kayne kýs að nota gras og runna til að vekja athygli á heimili sínu.

  2. Sjáðu til þess að listaverkin passi við stíl þinn og smekk. „Eitt af því erfiðasta við að safna listaverkum er að finna það sem við elskum og það sem passar inn á heimili okkar,“ segir Kayne sem ítrekar að vanda þarf valið þegar kemur að listaverkum.

  3. Finndu húsgögn sem passa. Kayne byrjaði á að skipta út litlum húsgögnum fyrir stór þegar hún flutti í stærra hús. Veglegt matarborð og íburðarmikil málverk koma vel út í stóru rými.

  4. Vertu persónuleg. „Ekki vera of upptekin af því að eltast við tískuna, vertu persónuleg og gerðu það sem þú fílar.“

  5. Dökkir veggir geta sett punktinn yfir i-ið. Heimili Kayne er bjart og opið að mestu leyti en veggirnir í setustofunni er þó lakkaðir svartir. Setustofuna segir Kayne minna sig á skartgripaskrín.

  6. Njóttu þess skemmtilega. Kayne sá til þess að heimilið yrði barnvænt með því að láta börnin hjálpa sér að innrétta á skemmtilegan hátt.

Fleiri myndir af glæsilegu heimili Kayne má finna á heimasíðu Elle.

Jenni Kayne fékk sér stór húsgögn um leið og hún …
Jenni Kayne fékk sér stór húsgögn um leið og hún flutti inn í stórt hús. elle.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál