Húsið úr The Godfather á sölu fyrir 599 milljónir

Skjáskot af heimasíðu Curbed.
Skjáskot af heimasíðu Curbed.

Húsið sem var notað í kvikmyndina The Godfather hefur nú verið sett á sölu. Húsið er á Staten Island í New York og kostar 599 milljónir króna. Þá sem dreymir um að búa eins og Don Carleone geta nú látið draum sinn rætast.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem húsið er til sölu því það var sett á markaðinn fyrir um tveimur árum og seldist þá fyrir 207 milljónir króna. Síðan þá hafa verið unnar miklar endurbætur á húsinu.

Húsið er glæsilegt og rúmgott en í því eru fimm svefnherbergi, sjö baðherbergi, líkamsræktarstöð, leikjasalur og saltvatnssundlaug.

Fleiri myndir af húsinu má sjá á heimasíðunni Curbed.

Skjáskot af heimasíðu Curbed.
Skjáskot af heimasíðu Curbed.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál