„Algengt verð er 8-10.000 krónur fyrir skeið“

Margt fólk er að safna þessum jólaskeiðum og er tilbúið …
Margt fólk er að safna þessum jólaskeiðum og er tilbúið að borga allt að 15.000 fyrir skeiðina.

Margt fólk dregur fram jólaskeiðar sem það hefur safnað í gegnum tíðina í desember. Þessar skeiðar eru ýmist skreyttar með jólastjörnu, jólabjöllum, jólakerti eða öðru sem tengist jólunum. Skeiðarnar eru svo merktar með ártali.

Fólk slæst um þessar jólaskeiðar að sögn Tryggva Páls Friðrikssonar hjá Gallerí Fold. Hann segir fólk flykkjast inn á heimasíðu Foldar til að bjóða í þær skeiðar sem vantar í safnið þeirra en fólk safnar skeiðunum til dæmis eftir fæðingarárum barna sinna og barnabarna.

„Guðlaugur A. Magnússon framleiddi fyrstu jólaskeiðarnar 1946 og verkstæði verslunar hans hefur framleitt þær síðan. Einhverjir fleiri hafa svo reynt fyrir sér á markaðnum,“ segir Tryggvi.

Verðið er mismunandi eftir ártölum

„Verðið á uppboðunum hefur verið dálítið mismunandi, bæði eftir uppboðum og ártölum skeiðanna. Algengt verð er 8-10.000 krónur fyrir skeið.“

Núna standa yfir sérstök vefuppboð á myndlist.is á jólaskeiðum. „Síðasta uppboð fyrir jól á silfri hefst svo 17. desember og lýkur 22. desember. Þar verður gott úrval jólaskeiða ásamt öðru silfri,“ segir Tryggvi að lokum.

Þessi skeið frá árinu 1982 er metin á 12-15.000 krónur.
Þessi skeið frá árinu 1982 er metin á 12-15.000 krónur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál