Gamaldags kortin vekja fortíðarþrá

Sunna Guðnadóttir segir þessi gamaldags kort sem upprunalega voru gefin …
Sunna Guðnadóttir segir þessi gamaldags kort sem upprunalega voru gefin út í byrjun 20. aldar almenn vekja mikla lukku hjá fólki. Árni Brynjólfsson/ Borgarsögusafn Reykjavíkur

Það minnast þess eflaust margir hversu falleg jólakort voru oft á tíðum í gamla daga en þökk sé Borgarsögusafni Reykjavíkur er nú hægt að nálgast aftur kort sem upprunalega voru gefin út í byrjun 20. aldar í öllum safnbúðum Reykjavíkurborgar.  

„Þessi kort eru úr safneign Borgarsögusafns Reykjavíkur. Þau voru fyrst endurútgefin fyrir nokkrum árum og seldust þá fljótlega upp. Kortin hafa ekki verið endurprentuð aftur hjá okkur fyrr en núna fyrir þessi jól,“ útskýrir Sunna Guðnadóttir sem starfar sem verkefnastjóri fyrir safnbúðir Reykjavíkurborgar. Sunna segir fólk svo sannarlega kunna að meta þessi gamaldags kort enda eru þau vönduð og falleg. „Kortin eru endurútgefin í svipuðu útliti upprunalegu kortin. Almennt er fólk hrifið af þessum gamaldags kortum enda vekja þau gjarnan fortíðarþrá hjá þeim sem hafa séð kortin hjá ömmu og afa eða jafnvel langömmu og langafa.“

Sunna á sér uppáhaldskort. „Uppáhaldskortið mitt er engilinn sem stendur yfir börnunum á brúnni. Þessi mynd hékk uppi á vegg hjá ömmu minni og afa og ég á góðar minningar því tengdar. Það er einhver dásamleg fegurð í þessari mynd. Svo mikil kyrrð og öryggi. Vekur tilfinningar sem maður leitar sérstaklega í sem barn. Þess má geta að þessi mynd er einnig til sem veggspjald í safnbúð Árbæjarsafnsins.“

Safnbúðir Reykjavíkurborgar má finna í Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum, Ásmundarsafni, Sjóminjasafninu, á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Landnámssýningunni og Árbæjarsafni. Einnig fást kortin á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Eftir áramót koma svo í búðirnar skemmtileg tækifæriskort í sama gamla stíl, þetta verða afmæliskort og kort fyrir sumardaginn fyrsta.

Borgarsögusafns Reykjavíkur hefur gefið út gamaldags jólakort.
Borgarsögusafns Reykjavíkur hefur gefið út gamaldags jólakort.
Gömu jólakortin eru svo sannarlega falleg.
Gömu jólakortin eru svo sannarlega falleg.
Kortin eru prentuð þykkan og fallegan pappír.
Kortin eru prentuð þykkan og fallegan pappír.
Virkilega falleg mynd sem prýðir gamaldags jólakort.
Virkilega falleg mynd sem prýðir gamaldags jólakort.
Gamli jólasveinninn kemur til byggða.
Gamli jólasveinninn kemur til byggða.
Gleðilegt nýár.
Gleðilegt nýár.
Þessi mynd hékk á mörgun heimilum í gamla daga.
Þessi mynd hékk á mörgun heimilum í gamla daga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál