Hönnuðurinn Ólöf Jakobína kennir okkur að dekka borð

Jólaborðið í Epal er skjannahvítt og hátíðarlegt.
Jólaborðið í Epal er skjannahvítt og hátíðarlegt. www.epal.is

Hönnuðurinn Ólöf Jakobína Ernudóttir er stílisti hjá tímaritinu Gestgjafanum og er því þaulvön að leggja á borð. Ólöf leit inn í Epal í seinustu viku og dekkaði upp jólaborðið þar. Útkoman er glæsileg.

„Hér eru hvít jól og öllu er tjaldað til. Mig langaði að færa inn á borð það fannfergi sem við höfum nú um land allt og um leið skapa rólega stemningu í miðri búðinni þar sem venjulega úir og grúir af alls konar fíneríi. Ég valdi hvíta hluti og hýasintur en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér á þessum árstíma,“ segir Ólöf um sköpunarverk sitt.

Ólöf vill sjá kerti og blóm á matarborðinu. „Kerti og lifandi blóm finnst mér ómissandi og því meira því betra. Nýpressaður dúkur er ákaflega sparilegur. Skreytið borðið með öllu ykkar uppáhaldsdóti því jólin koma bara einu sinni á ári,“ útskýrir Ólöf.

Diskar: Ovale frá Alessi. Hnífapör: Georg Jensen frá Arne Jacobsen. …
Diskar: Ovale frá Alessi. Hnífapör: Georg Jensen frá Arne Jacobsen. Glös: Menu, hönnuð af Norm-arkitektum. www.epal.is
Jólatré og kertavasar: Postulína.
Jólatré og kertavasar: Postulína. www.epal.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál