Eitt fyrsta húsgagn Wangs á 3,7 milljónir

Þessi mynd af Alexander Wang birtist á heimasíðu Wall Street …
Þessi mynd af Alexander Wang birtist á heimasíðu Wall Street Journal. www.wsj.com

Alexander Wang hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir hæfileika sína í fatahönnun. En Wang hefur nú tekist nýtt verkefni á hendur, verkefnið felst í húsgagnahönnun og eitt af hans fyrstu húsgögnum kostar 3,7 milljónir króna.

Wang var feginn til liðs við hönnunarteymi ítalska merkisins Poltrona Frau til að að hanna húsgagnalínu sem inniheldur þrjú húsgögn. Wang er himinlifandi með samstarfið. „Síðustu tíu ár hefur áhugi minn þróast út í húsgagnahönnun,“ sagði Wang í viðtali við Wall Street Journal.

Aðdáendur Wangs ættu þó ekki að búast við að geta keypt húsgögn úr smiðju hans á viðráðanlegu verði því dýrasta húsgagn línunnar kostar 3,7 milljónir króna. Línan inniheldur tvo stóla og einn skáp en það er skápurinn sem er dýrastur. Stólarnir kosta 1,8 milljónir.

Húsgögn Wangs verða fáanleg í febrúar í verslunum Poltrona Frau.

Alexander Wang hefur sérhæft sig í fatahönnun hingað til. Sumarlína …
Alexander Wang hefur sérhæft sig í fatahönnun hingað til. Sumarlína Wang 2013. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál