Versace-einstaklingsíbúð á 146 millur

Innanhússhönnun Versace er ekki af verri endanum.
Innanhússhönnun Versace er ekki af verri endanum.

Ítalska tískumerkið Versace hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og aukið framleiðslu sína á húsbúnaði undir vörumerkinu Versace Home. Nýverið settu ráðamenn Versace svo glæsilegar íbúðir á sölu sem eru innréttaðar að hætti Versece. Íbúðahúsið er á besta stað í London og er á 50 hæðum.

Einstaklingsíbúðirnar í húsinu eru þær ódýrustu, þær kosta 146 milljónir króna. Þá hefur húsið einnig að geyma stærri íbúðir sem eru töluvert dýrari. Í sameign hússins er svo fullbúin líkamsræktarstöð, innisundlaug, bíósalur, þakgarður og snyrtistofa svo eitthvað sé nefnt.

Myndir af húsinu sýna hversu glæsilega íbúðirnar og sameiginleg rými eru innréttuð. Hvítt og gyllt er þar í aðalhlutverki

Hvítt að hætti Versace.
Hvítt að hætti Versace.
Geggjað útsýni úr Versace-íbúðunum.
Geggjað útsýni úr Versace-íbúðunum.
Hluti af sameiginlegu rými innan snyrtistofunnar.
Hluti af sameiginlegu rými innan snyrtistofunnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál