Ingileif og María Rut opna heimili sitt

Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir.
Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

María Rut Kristinsdóttir, markaðsstjóri GOmobile, og Ingileif Friðriksdóttir, lögfræðinemi og blaðamaður á mbl.is, búa ásamt syni sínum Þorgeiri Atla í bjartri og fallegri íbúð við Starhaga í Reykjavík. Sigurborg Selma heimsótti þær fyrir Sunnudagsblað Morgunblaðsins. 

„Okkur finnst mikilvægt að innrétta heimilið þannig að okkur líði vel þar. Það er svo ótrúlega mikilvægt að líða vel heima hjá sér, og með því að gera heimilislegt og setja myndir á veggina býr maður til þannig andrúmsloft,“ segja þær María og Ingileif sem festu kaup á íbúðinni í byrjun árs. „Eftir að við eignuðumst okkar íbúð höfum við gert okkar besta til að gera hana hlýlega, sem gerir það að verkum að við viljum nánast ekki fara út því okkur líður svo vel heima.“

Parið segist heillast af skandinavískum stíl og einfaldleika á heimilið. „Hvítur litur er mjög áberandi á heimilinu okkar, í bland við svartan – en svo finnst okkur mjög gaman að lífga upp á heimilið með skrautlegu smádóti eða fallegum myndum,“ útskýrir Ingileif og bætir við að þrátt fyrir einfaldleika vilji þær samt sem áður hafa hlutina persónulega og heimilislega.

María Rut og Ingileif sækja innblástur á Pinterest og Instagram og settu þær upp sameiginlega Pinterest síðu þegar þær biðu eftir að fá íbúðina afhenta. „Til að byrja með var Ingileif aðallega að missa sig þar. Svo kviknaði áhuginn hjá mér líka og nú leitum við báðar mikið innblásturs þangað. Svo er Ingileif að elta nokkra flotta heimilisbloggara á Instagram og þaðan koma líka stundum upp góðar hugmyndir,“ segir María.

Aðspurðar hver sé griðastaður fjölskyldunnar inni á heimilinu nefna þær stofuna þar sem fjölskyldan borðar saman og á notalegar stundir. „Á föstudögum erum við alltaf með kósýkvöld og finnst okkur þá fátt betra en að liggja öll saman í sófanum og hjúfra okkur yfir góðri mynd,“ segir Ingileif.

Röndótta mottan úr IKEA rammar inn stofuna.
Röndótta mottan úr IKEA rammar inn stofuna. mbl.is/Árni Sæberg
Grái veggurinn í stofunni kemur vel út.
Grái veggurinn í stofunni kemur vel út. mbl.is/Árni Sæberg
Stofan og eldhúsið mætast.
Stofan og eldhúsið mætast. mbl.is/Árni Sæberg
Fallegur myndaveggur.
Fallegur myndaveggur. mbl.is/Árni Sæberg
Horft inn ganginn.
Horft inn ganginn. mbl.is/Árni Sæberg
Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting.
Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting. mbl.is/Árni Sæberg
Baðherbergið er vel skipulagt.
Baðherbergið er vel skipulagt. mbl.is/Árni Sæberg
Grái liturinn kemur inn með hlýleika.
Grái liturinn kemur inn með hlýleika. mbl.is/Árni Sæberg
Hjónaherbergið er sjarmerandi.
Hjónaherbergið er sjarmerandi. mbl.is/Árni Sæberg
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál