Hver fermetri nýttur til fulls

Sandra Smáradóttir.
Sandra Smáradóttir.

Sandra Smáradóttir býr í fallegri 55 fermetra íbúð með kærasta sínum, Ólafi Ingva. Íbúðina keypti hún árið 2014 og gerði upp. Sandra, sem er að læra innanhússarkitektúr við Arkitektskolen for Indretningsdesign, kveðst vera með mínímalískan stíl sem hentar vel í litlu íbúðina því henni hefur tekist að nýta rýmið til hins ýtrasta.

Hvaða staður eða rými heima hjá þér er í uppáhaldi?

„Borðstofan mín. Hún er mest notaða rýmið í íbúðinni en þar sameinast allir í matarboðum og partíum.“

Hver er þín eftirlætis

húsbúnaðarverslun?

„Hérna heima er Norr11 í mestu uppáhaldi en svo þegar maður á leið til Kaupmannahafnar er mjög skemmtilegt að kíkja „aðeins“ í Illums Bolighus, en hún er held ég alveg á fjórum hæðum, full af fallegum húsmunum.“

Hvaða liti sækir þú mest í þegar kemur að innanhússhönnun?

„Grár, svartur og hvítur blandað með smá brúnum eða dökkbláum.“

Áttu þér uppáhaldshúsgagn?

„Tekkstólar sem ég fékk frá ömmu minni sem eru orðnir meira en 50 ára gamlir og með mikla sögu.“

Dreymir þig um að eignast einhverja ákveðna mublu?

„Svartan leður Mammoth Chair frá Norr11.“

Ertu dugleg að taka til og henda því sem þú notar ekki?

„Já, mjög dugleg. Þegar maður býr í lítilli íbúð þarf maður að hafa gott skipulag á öllu.“

Finnst þér gaman að taka á móti gestum heim og halda boð?

„Já, og geri mikið af því. Það hefur stundum verið gert grín að mér því ég þarf alltaf að kaupa skraut fyrir boð og teiti en mér finnst bara svo skemmtilegt að skreyta.“

Hvað ertu með uppi á veggjum?

„Þetta er erfið spurning því ef ég pæli í því er ég ekki með neitt mikið uppi á veggjunum hjá mér. Mér finnst ég alltaf þurfa að hafa nóg pláss í kringum hlutina og vil ekki láta íbúðina líta út fyrir að vera troðin svo ég held ég sé með allt í allt svona fimm hluti hengda upp á vegg hjá mér.“

Hvar leitar þú innblásturs?

„Ég nota samfélagsmiðla eins og Instagram eða Pinterest mjög mikið til að fá innblástur og ýmsar hugmyndir.“

Ertu hrifin af einhverjum ákveðnum stíl þessa stundina?

„Þessi „industrial“-stíll sem hefur verið vinsæll upp á síðkastið heillar mig svolítið en það þarf líka að vera hlýlegt á móti.“

Áttu einhver ómissandi húsráð?

„Minna er meira, þar sem ég er með frekar mínímalískan stíl og eins og ég sagði er íbúðin mín frekar lítil og gaman að finna leiðir til að nýta rými sem best án þess að það verði troðið.“

Hér má sjá hvítan stól eftir Eames-hjónin sem fæst í …
Hér má sjá hvítan stól eftir Eames-hjónin sem fæst í Pennanum.
Hér eru gluggatjöld notuð til að stúka af herbergi.
Hér eru gluggatjöld notuð til að stúka af herbergi.
Hér er hvert einasta pláss nýtt.
Hér er hvert einasta pláss nýtt.
Stofan er hugguleg.
Stofan er hugguleg.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál