6 leiðir til að hressa upp á eldhúsið

Oft má flikka upp á eldhúsið án þess að kosta …
Oft má flikka upp á eldhúsið án þess að kosta miklu til. Ljósmynd / Getty Images

Margir kannast við að fá leið á heimilum sínum með reglulegu millibili, sérstaklega á tímum Instagram og tískublogga þar sem allir virðast búa í glæsilegum, sérhönnuðum húsakynnum troðfullum af rándýrri merkja- og hönnunarvöru.

Það þarf þó ekki alltaf að kosta annan handlegginn að gefa heimilinu andlitslyftingu, allt sem til þarf er svolítið hugmyndaflug.

Tískuritið Vogue er með puttann á púlsinum þegar kemur að alls kyns hönnun, en á dögunum deildi tímaritið nokkrum vel völdum ráðum með lesendum sínum.

Skiptu um höldur
Það getur gert heilmikið fyrir heildarútlitið að skipta um höldur á eldhúsinnréttingunni.

Nýjar höldur á innréttinguna geta gert gæfumuninn.
Nýjar höldur á innréttinguna geta gert gæfumuninn. Ljósmynd / Getty Images

Hugleiddu opnar hillur
Það er synd að fela fallega matar- og bollastellið inni í skáp. Opnar hillur setja skemmtilegan svip á eldhús, og geta gjarnan komið í stað efri skápa. Raunar má jafnvel fjarlægja hurðir af efri skápum til að ná fram léttu og skemmtilegu útliti.

Opnar hillur setja skemmtilegan svip á eldhúsið.
Opnar hillur setja skemmtilegan svip á eldhúsið. Ljósmynd / Getty Images

Notaðu myndlist
Ekki geyma uppáhaldsmálverkin og -myndirnar fyrir stofuna. Fallegt er að koma ljósmynd, málverki eða plakati fyrir í eldhúsinu. Til að mynda á opinni hillu.

Falleg málverk eiga allt eins heima inni í eldhúsi, líkt …
Falleg málverk eiga allt eins heima inni í eldhúsi, líkt og í stofunni. Ljósmynd / Getty Images

Hengdu upp potta og pönnur
Gaman getur verið að hengja upp potta og pönnur, á þar til gerðar grindur. Slíkt skapar skemmtilega stemmningu.

Hangandi pottar og pönnur setja skemmtilegan svip á eldhúsið.
Hangandi pottar og pönnur setja skemmtilegan svip á eldhúsið. Ljósmynd / Getty Images

Hugsaðu út fyrir kassann
Gömul húsgögn geta sett skemmtilegan svip á eldhúsið, en þau má gjarnan nálgast á nytjamörkuðum. Sambland af gömlum og nýjum munum gerir yfirbragðið tímalaust og hlýlegt.

Gömul, falleg húsgögn má oft fá fyrir slikk á nytjamörkuðum, …
Gömul, falleg húsgögn má oft fá fyrir slikk á nytjamörkuðum, en auðvelt er að gjörbreyta þeim með málningu. Ljósmynd / Getty Images

Hugaðu að smáatriðunum
Gaman getur verið að hrista upp í hlutunum með litríkum viskastykkjum, tekötlum eða öðrum áhöldum. Síðan geta pottaplöntur, ilmkerti og fallegir sápubrúsar sett punktinn yfir i-ið.

Ekki má gleyma smáatriðunum. Fallegar pottaplöntur, kryddjurtir eða viskastykki setja …
Ekki má gleyma smáatriðunum. Fallegar pottaplöntur, kryddjurtir eða viskastykki setja punktinn yfir i-ið. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál