Adam Levine selur slotið

Það er enginn maður með mönnum í Hollywood, nema hann …
Það er enginn maður með mönnum í Hollywood, nema hann sé með sundlaug í garðinum. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Popparinn Adam Levine hefur sett hús sitt á sölu, enda von á litlum erfingja og því tímabært að stækka við sig.

Söngvarinn keypti húsið, sem staðsett er í Beverly Hills, fyrir 4,83 milljónir bandaríkjadala, eða rúmar 600 milljónir íslenskra króna. Hann fer nú fram á 17,5 milljónir dollara, sem samsvarar rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna.

Húsið er að sjálfsögðu ekkert slor, en þar er að finna fimm svefnherbergi og sjö baðherbergi og að sjálfsögðu er sundlaug í garðinum.

Fleiri myndir má sjá á vef Daily Mail.

Eldhúsið er rúmgott og vel tækjum búið.
Eldhúsið er rúmgott og vel tækjum búið. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Borðstofan hefur yfir sér klassískt yfirbragð.
Borðstofan hefur yfir sér klassískt yfirbragð. Ljósmynd / Daily Mail
Aðkoman að húsinu er sérlega falleg.
Aðkoman að húsinu er sérlega falleg. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál