Biðröð í jóladagatalið

Jólabarnið er búið að sjá þetta allt fyrir sér. Nú …
Jólabarnið er búið að sjá þetta allt fyrir sér. Nú er bara að telja niður. mbl.is/ThinkstockPhotos

Uppáhalds tími jólabarnanna er framundan og gleðst þessi hópur þegar jólavörurnar fara að koma í verslanir. Mestu jólabörnin eru að sjálfsögðu búin að skipuleggja hvernig eigi að skreyta heimilið, hvað eigi að borða, hvaða tónleika eigi að sækja, hvaða desertar verði í boði og þar fram eftir götunum. 

Það sem jólabörnin mega alls ekki missa af í desember er að eiga jóladagatal. Eitt svalasta jóladagatalið í ár er frá Lakrids by Johan Bülow. Dagatalið hefur að geyma bestu mola þessa lúxuslakkrísframleiðanda og fer hver moli með eiganda dagatalsins til paradísareyju á meðan molinn bráðnar í munninum.

Svona lítur dagatalið út þegar það er opnað.
Svona lítur dagatalið út þegar það er opnað.

Á bakvið hvern glugga eru ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað sem alvöru lakkrísunnendur geta ekki látið framhjá sér fara. Ef þú elskar bragð af súkkulaði,  saltkaramellu, kaffi og ávöxtum sem eru pöruð við lakkrís þá er þetta eitthvað fyrir þig.

Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda hérlendis og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.

Fjölmargir bíða með eftirvæntingu eftir jóladagatalinu sem núna er hægt að forpanta og mun fást hjá Epal í takmörkuðu upplagi.

Svona lítur dagatalið frá Lakrids út í ár.
Svona lítur dagatalið frá Lakrids út í ár.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál